VILTU STYRKJA FÍLALAG?
Við erum búnir að stofna Patreon síðu þar sem þið getið tekið þátt í að fjármagna þættina. Við þurfum að borga fyrir hýsingu og lénið og eitthvað svona sjitt og það safnast saman þannig að það væri geggjað að fá smá hjálp frá Hjörðinni með það. Þið s.s. gerist áskrifendur á þessari Patreon síðu okkar og styrkið okkur um einhverja dollara á mánuði, lágmark $1 en það má vera meira ef þið eruð einstaklega fílunarþyrst.

Velkomin í veisluna
Kettir allra landsmanna sameinist, bröndóttir, gráir, möndlueygðir. Það er komið að Fílalag tveir komma núll. Endurræsing. Ný heimasíða, nýir styrktaraðilar á leiðinni, ný iTunes rás. Allt galleríið.
Hér má nostra…

Þunnur kelti á gjörir þakkir
White man overbite per minute. Van The Man er óumdeilanlegur heimsmeistari í því.
Að maður sem lítur út eins og einhver sem manni kæmi ekkert á óvart að mæta í Öskjuhlíðinni í rykfrakka að banka einn út geti skilað svona…

Þegar Prellinn sarð sal
Af hverju er Tupelodrullan kallaður konungur rokksins?
Exhibit A: Þegar Prellinn sarð sal.
Sjáiði skepnuna. Þetta er vorið 70 í Vegas. Þarna er dýrið að ljúka við fyrsta veturinn af sjóvunum sínum í Vegas. Þetta er sirka…

Flugvirkinn sem varð að soultrúbador í The Big Black Smoke
Bill Withers og co. í London ’72 í Old Grey Whistle Test. Setjum okkur aðeins í þeirra spor. Þeir, eins og langflestir ameríkanar þá (og nú) hafa sjaldan eða aldrei ferðast út fyrir BNA. Þarna eru þeir komnir í The Big Black…

Carreysullið
Hér gefur að líta eina skærustu stjörnu Kanada, Jim Carrey, gera grín að annarri kanadískri stjörnu (sem skein að vísu ekki mjög lengi), Snow.
Grín Carreys er basic spoof á lagið Informer, sem var eitt vinsælasta lag ársins…

Havel og The Glimmer Twins
Sjáið þessa mynd. Þetta er örugglega eina myndin sem er til af Mick og Keith þar sem þeir eru starstruck. Ekki vegna þess að þeir eru að hitta Berry-inn sinn eða The Queen of England. Nei nei. Það er Václav Havel sem out-swagar…

Drottning sálar í Amsterdam
Drottning Sálarinnar matreiddi finger-lickin' good cajun KÁSSU úr hráefni frá færibanda-hitmaking neglumeistarann Carol King haustið '67. Gjörvöll heimsbyggðin lá í valnum með kjötsvima á toxic leveli, búin að losa um beltið…

Riders On The Storm - Baðkarið – Blessunin – Smurningin
Í þessum þætti Fílalags verður fjallað um einhvern bragðmesta og klístrugasta súputening rokksögunnar. Hljómsveitina Doors.
Þar fór saman ljóðasköddun, djassgeggjun ásamt vænum skammti af blús, bæði í tónfræðilegum…

Eternal Flame - Að eilífu, kraft-snerill
Fílalag grefur í Fílabeinskistuna á þessum föstudegi og töfrar fram umfjöllun sína um eitt stærsta lag ársins 1989. Stúlknasveitin Bangles með kraftballöðurýtinginn Eternal Flame.
Ef þið hafið ekki heyrt þennan þátt…

Live Forever - Brekkusöngur alheimsins
„Hann kom, sá og sigraði“ var sagt um Sesar. Um Oasis er óþarfi að nota þrjú orð. Þeir komu hvorki né sáu, þeir sigruðu bara. Þeir voru alltaf þarna, Manchester ræflar með kjaft.
Það gerðist ekkert fyrir þá eftir…

Dream On (Gestófíll: Árni Vil) - 18 tommu munnur
Aerosmith er tekið fyrir í nýjasta þætti Fílalags. Þar er fjallað um kjaftana, leðrið, hattana og músíkina.
Sérstakur gestófíll er Árni Vilhjálmsson, sem flaug alla leið frá Reykjavík til Toronto fyrir þessa 28 mínútna…

Guiding Light - Ómenguð rockabilly þráhyggja
Hvað gera Bandaríkjamenn ef að bíll selst vel? Þeir framleiða meira af honum? Hvað þýðir að framleiða meira af honum? Framleiða fleiri eintök en líka að láta vera meira í hverju eintaki.
Stærri vél, fleiri hestöfl, fleiri…

Angie í Brussel ’73 - Besti flutningur allra tíma
Fílalagsmenn eru engir sérstakir tónleikaupptökuperrar. Yfirleitt eru tónleikaplötur hundleiðinlegar svo það sé sagt hreint út. En stundum eru tónleikaupptökur miklu betri en orginallinn. Það á við hérna hjá Stónsurunum.

Popular - Að éta eða vera étinn
„Þetta lag er kirsuberið á toppi þeirrar köku sem amerísk 90s unglingamenning gekk út á. Boðskapurinn var: ekkert skiptir máli nema vinsældir, sem eru í eðli sínu köld skilaboð sem hafa þá lógísku niðurstöðu að í raun…

Sweet Dreams - Alvara poppsins
Árið 1983 var popp farið að taka á sig alvarlega mynd. Fullt af poppstjörnum voru dánar langt fyrir aldur fram vegna ofneyslu.
Fleetwood Mac var byrjað að vaða kókaínsnjóskafla upp á nafla, Ozzy var búinn að fara í sína…

2 H.B. - Roxy Music útkall
Mikið uppnám varð í herbúðum Fílalags í vikunni. Snorri sendi Bergi Ebba skilaboð. Í þeim stóð orðrétt: „Trommarinn í Roxy Music var að senda mér e-mail. Þurfum að taka upp þátt NÚNA“.
Málið er útskýrt betur…

The Bad Touch - Tveir mínusar verða plús
Fílalag endurflytur nú þátt sinn frá 2014 um lagið „The Bad Touch“ með Bloodhound Gang. Hér er allt gert rangt tónlistarlega. Bandarískt frat-boy band með söngvara sem hefur raddsvið upp á tvær nótur að spreyta sig á euro-poppi. Hvað gæti hugsanlega farið úrskeiðis? Allt.

Don't Try To Fool Me - Ekki reyna að djóka í mér
Hann var ljóðskáld, hann var myndlistarmaður og hann var einn af fremstu lagahöfundum Íslands.
Jóhann G. Jóhannsson er til umfjöllunar í þessum nýjasta þætti Fílalags og hvað annað verður tekið fyrir en 1973 neglan „Don’t…

99 Luftballons - Gasblöðrur. Gaman. Tortíming. Ást.
Allir þekkja 99 Luftballons. Það er eitt frægasta 80s lagið. Fílgúdd með synthum og allir glaðir. Og lagið er kannski fyrst og fremst um gleði, æsku og fjör.
En blaðran er blásin stærra en það. Lagið er líka um kalda stríðið,…