Friday On My Mind – Föstudagsmanía

Fílalag er komið aftur úr fimm vikna vorfríi og kemur aftur með krafti. Þar sem fílalag er alltaf sent út á föstudögum var löngu kominn tími á að fíla 100% upprunavottaðan föstudags-stomper.

Við förum suður til Ástralíu og kíkjum á hvað menn voru með í pottunum þar í sexunni. Þar stendur að sjálfsögðu mest upp úr Easybeats með negluna sína: Friday On My Mind.

Allt verður tekið fyrir: Sólin, Austin Powers fötin og stemningin. Nú er föstudagsmanía á leið inn í ykkar heilabú.

Friday On My Mind – Föstudagsmanía
Fílalag

 
 
00:00 / 00:57:27
 
1X
 
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply