VILTU STYRKJA FÍLALAG?
Við erum búnir að stofna Patreon síðu þar sem þið getið tekið þátt í að fjármagna þættina. Við þurfum að borga fyrir hýsingu og lénið og eitthvað svona sjitt og það safnast saman þannig að það væri geggjað að fá smá hjálp frá Hjörðinni með það. Þið s.s. gerist áskrifendur á þessari Patreon síðu okkar og styrkið okkur um einhverja dollara á mánuði, lágmark $1 en það má vera meira ef þið eruð einstaklega fílunarþyrst.
Velkomin í veisluna
Kettir allra landsmanna sameinist, bröndóttir, gráir, möndlueygðir. Það er komið að Fílalag tveir komma núll. Endurræsing. Ný heimasíða, nýir styrktaraðilar á leiðinni, ný iTunes rás. Allt galleríið.
Hér má nostra…
Þunnur kelti á gjörir þakkir
White man overbite per minute. Van The Man er óumdeilanlegur heimsmeistari í því.
Að maður sem lítur út eins og einhver sem manni kæmi ekkert á óvart að mæta í Öskjuhlíðinni í rykfrakka að banka einn út geti skilað svona…
Þegar Prellinn sarð sal
Af hverju er Tupelodrullan kallaður konungur rokksins?
Exhibit A: Þegar Prellinn sarð sal.
Sjáiði skepnuna. Þetta er vorið 70 í Vegas. Þarna er dýrið að ljúka við fyrsta veturinn af sjóvunum sínum í Vegas. Þetta er sirka…
Flugvirkinn sem varð að soultrúbador í The Big Black Smoke
Bill Withers og co. í London ’72 í Old Grey Whistle Test. Setjum okkur aðeins í þeirra spor. Þeir, eins og langflestir ameríkanar þá (og nú) hafa sjaldan eða aldrei ferðast út fyrir BNA. Þarna eru þeir komnir í The Big Black…
Carreysullið
Hér gefur að líta eina skærustu stjörnu Kanada, Jim Carrey, gera grín að annarri kanadískri stjörnu (sem skein að vísu ekki mjög lengi), Snow.
Grín Carreys er basic spoof á lagið Informer, sem var eitt vinsælasta lag ársins…
Havel og The Glimmer Twins
Sjáið þessa mynd. Þetta er örugglega eina myndin sem er til af Mick og Keith þar sem þeir eru starstruck. Ekki vegna þess að þeir eru að hitta Berry-inn sinn eða The Queen of England. Nei nei. Það er Václav Havel sem out-swagar…
Drottning sálar í Amsterdam
Drottning Sálarinnar matreiddi finger-lickin' good cajun KÁSSU úr hráefni frá færibanda-hitmaking neglumeistarann Carol King haustið '67. Gjörvöll heimsbyggðin lá í valnum með kjötsvima á toxic leveli, búin að losa um beltið…
Knockin' On Heaven's Door - Þurr steinn grætur
Bob Dylan - Knockin' On Heaven's Door
Fyrsti í Dylan-svítu. Fógetinn er við dauðans dyr. Hann grefur byssur sínar. Útlagi í Ástralíu-frakka gengur framhjá Monaco á Laugavegi. Þunnur maður brotnar saman í Volkswagen Jetta bifreið.
Það…
White Christmas - "Let's Go Have a Coca-Cola"
Bing Crosby - White Christmas
Það gengur svo mikið á í lífi okkar að við þurfum stundum pásu, frið, hlé. Við þurfum þetta hlé einu sinni á ári. Jólin eru fyrst og fremst hlé frá veseninu, rifrildinu, stríðinu og stritinu.…
1979 - Goth báðu megin
The Smashing Pumpkins - 1979
Lífið er endalaust. Fyndinn 16 ára gaur djögglar snakkpokum inn í flúorljósum 10-11, tvær stelpur hlæja en meira að honum en með honum. Lífið er endalaust, orkan er endalaus, hláturinn hættir aldrei.…
Only Time - Silkiþræðir Keltans
Enya - Only Time
Hver þekkir vegi himinsins? Fuglinn. Hver veit hvert vindurinn mun blása? Fuglinn. Hver býr yfir grimmd grameðlu og sakleysi páskaungans? Aðeins fuglinn.
Hver hratt af stað iðnbyltingunni? Keltinn. Hvert er leynihráefnið…
Snertu, elskaðu og fljúgðu - You've Lost That Lovin' Feelin'
The Righteous Brothers - You've Lost That Lovin' Feelin'
Kærleikurinn. Geðveikin. Gnægðin. Háloftin. Hlið himins. F-18. 33C.
Undir þér er motta. Lokaðu augunum, opnaðu hjartað, láttu þig falla.
Undir regnboganum - Nanooq í Kringlunni
Hvalræði - Undir regnboganum
Jökulblátt vatn. Orbit-tyggjó. Fljótandi ísjakar. Morgunsjónvarps stjarna hlær. Skutull skríður. Blóð fossast. Veðurbarinn maður með barta í Víetnam hermannajakka gefur vélinni meiri olíu.…
Rasputin - Alheimsgreddan
Boney M - Rasputin
Á meginlandi Evrópu býr leigubílstjóri sig undir langa vakt. Hann girðir terelín buxurnar upp að handahrikum og herðir beltið vel áður en hann klæðir sig í hnausþykkann perrajakkann. Grænn Derrick-skífusími…
Walk Away Renée - Tær buna
The Left Banke - Walk Away Renée
Glimrandi unglingar, tærir en tjúllaðir, nýbúnir að ljúka upp gáttinni að undrum klassískrar tónlistar, búnir spjótum og panflautum, nestaðir af náttúrunnar hendi, í víðum skyrtum og þröngum…
Venus - Appelsínugulur órangútan losti
Shocking Blue - Venus
Hollenskur nefapi sveiflar sér á grein. Starfsmaður Philips bókar sig á tveggja stjörnu hótel við hlið Paddington stöðvarinnar í London. Kona setur á sig klút. Í efnafræðistofu í austurhluta Reykjavíkur…
No Woman, No Cry - Skráargat gullna hliðsins
Bob Marley - No Woman, No Cry
Samruni tónlistar og trúar, akursins og borgarinnar, gamla tímans og nýja. Skurðpunkturinn, meitluð sneiðmyndin, hin ljóslifandi rispa á landslagi hugans, auga ljónsins grafið djúpt í gamla Adidas…
All I Wanna Do - Tilhlýðilegt hangs
Sheryl Crow - All I Wanna Do
Þetta er ekki mega djamm. Þetta er ekkert sunnudags sófaspjall heldur. Þetta er miðlungs sötr. Menn að fá sér. Skaðræði í litlum skömmtum. Tilhlýðilegt hangs.
Sheryl Crow flaug inn um glugga…
Eitt lag enn - Sprittkerti á Stórhöfða
Brimkló - Eitt lag enn
Það er myrkur. Það er kalt. En hérna inni er heitt. Funheitt og huggulegt. Það er stórhríð úti. Úlfurinn blæs og fnæsir á kofann en grísinn er teppalagður fyrir innan. Það er stormsveipur á ferð,…