Carreysullið

Hér gefur að líta eina skærustu stjörnu Kanada, Jim Carrey, gera grín að annarri kanadískri stjörnu (sem skein að vísu ekki mjög lengi), Snow.

Grín Carreys er basic spoof á lagið Informer, sem var eitt vinsælasta lag ársins 1993. Það sat samtals í sjö vikur á toppi bandaríska vinsældalistans það ár ásamt því að debut plata Snow, “12 Inches of Snow” seldist í áttföldu platínu-upplagi. Það eru svakalegar vinsældir.

Það er því ekkert athugavert við að lagið og konseptið hafi orðið andlag gríns.

En grínið, sem er ógeðslega fyndið, inniheldur kannski þyngri og ódýrari högg en lagið átti skilið. Sérstaklega sé horft á málið nú um 24 árum síðar. Skoðum málið.

Grín Carrey’s er í raun ógeðslega basic. Það gengur út á að afhjúpa Snow sem slappan millistéttargaur frá Toronto sem er að þykjast vera reggea-man. Myndbandið endar svo á því að hann hittir alvöru rasta-gaura og reynir að ná til þeirra en þeir enda á að berja hann. Í gríninu skín líka í gegn sú meining að “Informer” sé corporate og commercial og hafi ekkert alvöru street-cred.

Hér eru nokkrir punktar (mis huglægir) sem ágætt er að hafa í huga þegar þetta mál er skoðað frekar:

1) Snow er ekki millistéttar- eða forréttindagaur heldur ólst hann upp í projects í North-York (úthverfi Toronto), áhugi hans á reggí, er þannig til kominn að helstu vinir hans á uppvaxtarárunum voru innflytjendur frá Jamaica.

2) Í laginu “Informer” kemur skýrt fram að Snow sé frá Toronto, það er því engin afhjúpun falin í þeim hluta gríns Carreys. Nafnið, Snow, er svo vísun í að hann er hvítur, auk þess sem hann kemur fram í myndbandinu, eins og Carrey bendir réttilega á. Dómurinn “imposter” er því ekki beinlínis sanngjarn. Snow er kannski lélegur rappari (reyndar ekki sammála því) og kannski er hann þjófur (stelur menningu annarra) en hann er ekki sérlega undirförull. Hann er ekki “imposter”. Ef hann er þjófur þá er hann að fremja ránið um hábjartan dag.

3) Og fleira varðandi að sigla undir fölsku flaggi. Ef fólk krefst þess samt að maður geti ekki verið rappari nema vera með harða reynslu af götunni þá má alveg fylgja sögunni að Snow var nýkominn úr fangelsi þegar Informer sló í gegn, þar sem hann sat inni fyrir tilraun til morðs. Lagið fjallar víst að einhverju leyti um þessa reynslu – þó að nánast ómögulegt sé að skilja hvað hann sé að segja. Snow er því ekki beinlínis svikari eða “imposter” sé litið til umfjöllunarefnis lagsins – þó að það sé að vísu aldrei eftirsóknarvert að vera glæpamaður, þá má segja að það sé eitthvað sem komi honum til varnar í þessu samhengi.

4) (og þetta er huglægasti hlutinn). Snow er virkilega fær tónlistarmaður. Informer er óvenju skothelt lag. Það er svo miklu, miklu meira en flavor of the week. Það er 3-Dimensional, það má velta því á allar hliðar og skoða frá allskonar sjónarhornum, en það sem stendur eftir er tímalaust og grípandi stykki. En kannski er það líka mikið til pródúsernum MC Shan að þakka, sem rappar líka í laginu. En það er ekki hægt að gagnrýna Snow fyrir hæfileikaleysi. Þeir hvítu hipsterar sem gagnrýna Snow fyrir cultural appropriation mega alveg taka inn í myndina að þetta er ekki beinlínis eitthvað árshátíðargrín. Þetta dæmi sem Snow er með í gangi er frekar impressive. Maður kaupir ekki svona rapp-scat út í sjoppu. Það eru engin corporate-vélabrögð í gangi. Fólk elskar þetta lag og fær ekki nóg af því.

5) Snow er bara of fyndið concept til að hægt sé að sleppa að gera grín að því. Það er eins og bíómyndagrín. Hvítur gaur, alinn upp meðal Jamaica-fólks, og heldur að hann sé eins. Þess vegna finnst mér svo leiðinlegt að Carrey-grínið endi á því að Snow er laminn af “alvöru” street gaurunum. Ég get ekki séð að það sé sérlega falleg hugsun í því.

En það breytir ekki því að Jim Carrey grínið er náttúrulega ógeðslega fyndið. Ég hugsa bara stundum um Snow sjálfan líka. Ég ætla ekkert að reyna að selja þá hugmynd hér að hann sé ógeðslega kúl, en hann er með hjarta, og ég held hreinlega að smátt og smátt muni narratífið í þessu dæmi öllu afhjúpast. Snow er undanfari Toronto-sándsins, sem fór að verða til eftir 2010 (Drake, Weeknd o.fl), þetta shameless genre-crossing rugl. Ef við hættum að líta á Informer sem boðbera ákveðinnar tónlistarstefnu eða þjóðfélagsstöðu (reggea/hip-hop/ghettó-menning/glæpamannasánd) og setjum á okkur ekkert nema grúv-gleraugu, þá verður að viðurkennast að lagið er gott. Og það er nákvæmlega treatmentið sem Drake fær, kvartöld síðar.

Það eru því ýmsar hliðar á þessu. En á endanum, þá snýst þetta ekki um hver á rétt hverju heldur hvort hægt sé að fíla lagið.

Og algjörlega óumdeilt í þessu máli er að þessi skets hjá Jim Carrey er fyndinn: