Havel og The Glimmer Twins

Sjáið þessa mynd. Þetta er örugglega eina myndin sem er til af Mick og Keith þar sem þeir eru starstruck. Ekki vegna þess að þeir eru að hitta Berry-inn sinn eða The Queen of England. Nei nei. Það er Václav Havel sem out-swagar þá. Allir sem pæla í snertiflötum popptónlistar og pólitíkur eiga að vita upp á hár hver sá maður var. Havel var leikskáld, heimspekingur og leiðtogi Tékkóslóvakíu og síðar Tékklands. En fyrst og síðast var hann byltingarfrömuður með góðan tónlistarsmekk. Og já, það er ekki tilviljun að flauelsbyltingin (The Velvet Revolution) heiti svipuðu nafni og “The Velvet Underground”. Það er sko alls engin tilviljun. Að lokum, það eru til myndir af Havel og Vigdísi Finnboga, og ég get svarið það, það voru neistar á milli þeirra.