Velkomin í veisluna

Kettir allra landsmanna sameinist, bröndóttir, gráir, möndlueygðir. Það er komið að Fílalag tveir komma núll. Endurræsing. Ný heimasíða, nýir styrktaraðilar á leiðinni, ný iTunes rás. Allt galleríið.

Hér má nostra sig í döðlur þar til kýrnar koma heim. Gamlir þættir, nýir þættir, fréttapunktar, myndir, stemning. Þess má geta að myndir af fílalagsbræðrum eru teknar af Baldri Kristjánssyni, og var hann svo stemmdur á meðan myndatökurnar fóru fram að hann þurfti að kæla sig niður með því að liggja í ísbaði í nokkrar mínútur.

Dömur mínar og herrar. Fílalag, og ekki síst þessi nýja heimasíða, er kjúklinga-bucket með hrásalati sem búið er að sturta Skittles yfir. Viðurkennum það bara. Þetta er djúpsteikt nammihlaðborð og öllum er boðið. Þetta er ókeypis. Hvers vegna er lífið orðið svona létt? Öll músík í heimi og fílanir henni tengdar nánast ókeypis. Endalaust framboð af Netflix gutli fyrir nánast engan pening. Einu sinni þurfti maður að norpa til að hafa gaman. Nú er alltaf gaman. Hver er hin hliðin á peningnum? Kvíði og vanlíðan? Ekki á okkar vakt.

Kettir, hvar sem þið liggið á dívönum þessa lands. Sleikið út um og nuddið loðnu baki ykkar upp við húsbúnað. Útsendingar eru hafnar, húsið er opið og kræsingarnar eru komnar á borð. Velkomin í veisluna.

Þunnur kelti á gjörir þakkir

White man overbite per minute. Van The Man er óumdeilanlegur heimsmeistari í því.

Að maður sem lítur út eins og einhver sem manni kæmi ekkert á óvart að mæta í Öskjuhlíðinni í rykfrakka að banka einn út geti skilað svona performans er gjörsamlega óskiljanlegt.

Kraumandi tungl á hvirflinum. Írafokker í vínrauðum djammfesting. Eldfjallið gýs.

Hann víst búinn að vera með vesen backstage. Var ekki í filíng. Nennti þessu ekki. Stjörnufansið offaði hann. En svo sló hann til og skransnegldi þetta.

Van the man, maður. Ekki tilviljun.

Þegar Prellinn sarð sal

Af hverju er Tupelodrullan kallaður konungur rokksins?

Exhibit A: Þegar Prellinn sarð sal.

Sjáiði skepnuna. Þetta er vorið 70 í Vegas. Þarna er dýrið að ljúka við fyrsta veturinn af sjóvunum sínum í Vegas. Þetta er sirka einu og hálfu ári eftir upprisuna í ’68 Comeback Special (Prellafílun frá því tímabili má hlusta á hér) og hann er með ALL ENGINES RUNNING. Breimandi graður og tanaður og með vínylsvarta makkann spertan. Við erum að tala um sjortarar-baksviðs-á-milli-laga-með-beehive-gógógellum graður. Svo bara ein kók í gleri og næsta lag.

Sjáiði skepnuna.

Það er nefnilega mikill miskilningur að Vegasár Prellans hafi verið einhver miðjumoðsdrulla. Fyrstu árin eru óumdeilanlegar raðneglu-flugeldasýningar og ljónið öskraði.

Sjáið þetta. Sjáið hvernig hann startar þessu. Gúlsopi af vatni og casual “suspicious minds” kall á bandið, gítarstefinu hleypt af stað og we’re off!
Sjáið dýrið. Hann byrjar STÍFUR. Stressaður nánast. En hann titrar af æsingi. Nötrar af greddu. Sjáið fótinn. Þetta er frægt dæmi. Hann byrjaði svona á fyrsta gigginu sínu í enhverju mattineé mulningi í Memphis ’53. Allir héldu að hann væri að vinna með einhvern ferskan dans en vinstri fóturinn hans hristist þegar hann er stressaður. Þetta er líffræðilegt dæmi. Þetta sést líka í Ed Sullivan drullunni. Þess vegna var hann alltaf í þessum víðu buxum. Hylja þetta sjitt. En ekki í Vegas. Þar er The Hillbilly Lightning í aðsniðnu leðri. Hvítu. Praise Jesus.

Ok. Hann byrjar stressaður. Stendur þarna bara og neglir þetta. Allir sáttir sossum.
En… oh my.. Þegar að droppið kemur á 1:37…. gvöð minn góður. Hann losar.
Ein karatepósa og hann er kominn INN í hverja einustu mannseskju í salnum. Þetta er innsetning. Þetta er samræði. Prellinn og salurinn er að njótast from that moment on. Horfið í augun á dýrinu. Það sést.

Sko. Svo fer hann í GANG. Þá fyrst BYRJAR HANN.
Þetta er bara YOU WON’T BELIEVE WHAT HAPPENS NEXT dæmi. Ég er orðlaus.
Hann serðir salinn. Það er ekki hægt að orða þetta öðruvísi.

GOD SAVE THE KING.

Flugvirkinn sem varð að soultrúbador í The Big Black Smoke

Bill Withers og co. í London ’72 í Old Grey Whistle Test. Setjum okkur aðeins í þeirra spor. Þeir, eins og langflestir ameríkanar þá (og nú) hafa sjaldan eða aldrei ferðast út fyrir BNA. Þarna eru þeir komnir í The Big Black Smoke til að sexa þokuna burt and carry on. Þeir hafa hatað allan mat sem þeir hafa fengið. Dýrkað “the birds”. Fengið kvef. Fokkað sér upp með Joe Cocker eða einhverjum álíka northern soul dela. And lived to tell the tale.

Tökum eftir nokkrum díteilum:
1. Appelsínugula rúllukragapeysan á Billyboy. Þröng. Heit. Hann VEIT að hann mun svitna óhóflega. Fokksama.
2. Okkar maður á trommur í fangabúning með gulltönn sem gjörsamlega merglövar að fá að taka trommubreikið. Bítur í vör. Rymur.
3. Snaaaaarlslaki bassaleikarinn í náttbuxumm tjillandi á stól. Með magapest eftir að hafa borðað eitthvað sem Bretar dirfðust til að kalla hamborgara.
4. Grænn sixpensari á alley cat bróðurnum á gítar. Þessi maður hefur seen some shit sko. Hann fékk sér local del. Bangers and mash eða eitthvað. Guinness og viskí chaser. Lætur ekki hafa sig að fífli.
5. Afgreitt á undir tveim mínútum. Þegiði. RBB.

Nánar í Ain’t No Sunshine fíluninni.

 

Carreysullið

Hér gefur að líta eina skærustu stjörnu Kanada, Jim Carrey, gera grín að annarri kanadískri stjörnu (sem skein að vísu ekki mjög lengi), Snow.

Grín Carreys er basic spoof á lagið Informer, sem var eitt vinsælasta lag ársins 1993. Það sat samtals í sjö vikur á toppi bandaríska vinsældalistans það ár ásamt því að debut plata Snow, “12 Inches of Snow” seldist í áttföldu platínu-upplagi. Það eru svakalegar vinsældir.

Það er því ekkert athugavert við að lagið og konseptið hafi orðið andlag gríns.

En grínið, sem er ógeðslega fyndið, inniheldur kannski þyngri og ódýrari högg en lagið átti skilið. Sérstaklega sé horft á málið nú um 24 árum síðar. Skoðum málið.

Grín Carrey’s er í raun ógeðslega basic. Það gengur út á að afhjúpa Snow sem slappan millistéttargaur frá Toronto sem er að þykjast vera reggea-man. Myndbandið endar svo á því að hann hittir alvöru rasta-gaura og reynir að ná til þeirra en þeir enda á að berja hann. Í gríninu skín líka í gegn sú meining að “Informer” sé corporate og commercial og hafi ekkert alvöru street-cred.

Hér eru nokkrir punktar (mis huglægir) sem ágætt er að hafa í huga þegar þetta mál er skoðað frekar:

1) Snow er ekki millistéttar- eða forréttindagaur heldur ólst hann upp í projects í North-York (úthverfi Toronto), áhugi hans á reggí, er þannig til kominn að helstu vinir hans á uppvaxtarárunum voru innflytjendur frá Jamaica.

2) Í laginu “Informer” kemur skýrt fram að Snow sé frá Toronto, það er því engin afhjúpun falin í þeim hluta gríns Carreys. Nafnið, Snow, er svo vísun í að hann er hvítur, auk þess sem hann kemur fram í myndbandinu, eins og Carrey bendir réttilega á. Dómurinn “imposter” er því ekki beinlínis sanngjarn. Snow er kannski lélegur rappari (reyndar ekki sammála því) og kannski er hann þjófur (stelur menningu annarra) en hann er ekki sérlega undirförull. Hann er ekki “imposter”. Ef hann er þjófur þá er hann að fremja ránið um hábjartan dag.

3) Og fleira varðandi að sigla undir fölsku flaggi. Ef fólk krefst þess samt að maður geti ekki verið rappari nema vera með harða reynslu af götunni þá má alveg fylgja sögunni að Snow var nýkominn úr fangelsi þegar Informer sló í gegn, þar sem hann sat inni fyrir tilraun til morðs. Lagið fjallar víst að einhverju leyti um þessa reynslu – þó að nánast ómögulegt sé að skilja hvað hann sé að segja. Snow er því ekki beinlínis svikari eða “imposter” sé litið til umfjöllunarefnis lagsins – þó að það sé að vísu aldrei eftirsóknarvert að vera glæpamaður, þá má segja að það sé eitthvað sem komi honum til varnar í þessu samhengi.

4) (og þetta er huglægasti hlutinn). Snow er virkilega fær tónlistarmaður. Informer er óvenju skothelt lag. Það er svo miklu, miklu meira en flavor of the week. Það er 3-Dimensional, það má velta því á allar hliðar og skoða frá allskonar sjónarhornum, en það sem stendur eftir er tímalaust og grípandi stykki. En kannski er það líka mikið til pródúsernum MC Shan að þakka, sem rappar líka í laginu. En það er ekki hægt að gagnrýna Snow fyrir hæfileikaleysi. Þeir hvítu hipsterar sem gagnrýna Snow fyrir cultural appropriation mega alveg taka inn í myndina að þetta er ekki beinlínis eitthvað árshátíðargrín. Þetta dæmi sem Snow er með í gangi er frekar impressive. Maður kaupir ekki svona rapp-scat út í sjoppu. Það eru engin corporate-vélabrögð í gangi. Fólk elskar þetta lag og fær ekki nóg af því.

5) Snow er bara of fyndið concept til að hægt sé að sleppa að gera grín að því. Það er eins og bíómyndagrín. Hvítur gaur, alinn upp meðal Jamaica-fólks, og heldur að hann sé eins. Þess vegna finnst mér svo leiðinlegt að Carrey-grínið endi á því að Snow er laminn af “alvöru” street gaurunum. Ég get ekki séð að það sé sérlega falleg hugsun í því.

En það breytir ekki því að Jim Carrey grínið er náttúrulega ógeðslega fyndið. Ég hugsa bara stundum um Snow sjálfan líka. Ég ætla ekkert að reyna að selja þá hugmynd hér að hann sé ógeðslega kúl, en hann er með hjarta, og ég held hreinlega að smátt og smátt muni narratífið í þessu dæmi öllu afhjúpast. Snow er undanfari Toronto-sándsins, sem fór að verða til eftir 2010 (Drake, Weeknd o.fl), þetta shameless genre-crossing rugl. Ef við hættum að líta á Informer sem boðbera ákveðinnar tónlistarstefnu eða þjóðfélagsstöðu (reggea/hip-hop/ghettó-menning/glæpamannasánd) og setjum á okkur ekkert nema grúv-gleraugu, þá verður að viðurkennast að lagið er gott. Og það er nákvæmlega treatmentið sem Drake fær, kvartöld síðar.

Það eru því ýmsar hliðar á þessu. En á endanum, þá snýst þetta ekki um hver á rétt hverju heldur hvort hægt sé að fíla lagið.

Og algjörlega óumdeilt í þessu máli er að þessi skets hjá Jim Carrey er fyndinn:

 

Havel og The Glimmer Twins

Sjáið þessa mynd. Þetta er örugglega eina myndin sem er til af Mick og Keith þar sem þeir eru starstruck. Ekki vegna þess að þeir eru að hitta Berry-inn sinn eða The Queen of England. Nei nei. Það er Václav Havel sem out-swagar þá. Allir sem pæla í snertiflötum popptónlistar og pólitíkur eiga að vita upp á hár hver sá maður var. Havel var leikskáld, heimspekingur og leiðtogi Tékkóslóvakíu og síðar Tékklands. En fyrst og síðast var hann byltingarfrömuður með góðan tónlistarsmekk. Og já, það er ekki tilviljun að flauelsbyltingin (The Velvet Revolution) heiti svipuðu nafni og “The Velvet Underground”. Það er sko alls engin tilviljun. Að lokum, það eru til myndir af Havel og Vigdísi Finnboga, og ég get svarið það, það voru neistar á milli þeirra.

Drottning sálar í Amsterdam

Drottning Sálarinnar matreiddi finger-lickin’ good cajun KÁSSU úr hráefni frá færibanda-hitmaking neglumeistarann Carol King haustið ’67. Gjörvöll heimsbyggðin lá í valnum með kjötsvima á toxic leveli, búin að losa um beltið og með perlandi þvala efrivör. Nixon-style.

Hér er hún blessunin að predika fyrir nokkra proto-eurohippa í Amsterdam ’68. Nokkrir jive-talking bræður með lakkrísbindi á fremsta bekk. Nokkrir skandinavar með sólgleraugu inni á tjéntinum. Bið ekki um meira.
Á sviðinu er það beehives, þykkur eyeliner og perlur sem blíva. Og já… eitt stykki RÖDD GUÐS. Helseigt og fokking TINDRANDI tempó. Legg ekki meira á ykkur.

Skeinið ykkur. Por favor.
Það margborgar sig að byrja bara núna því þessi drulla verður pípandi út um öll vit á fös (sjá fílun).
Achtung, baby.

https://www.youtube.com/watch?v=LMDIx2BDEKw