(You Make Me Feel Like A) Natural Woman – Að finna til legsins

Aretha Franklin eignaðist sitt fyrsta barn þegar hún var rúmlega fjórtán ára. Þegar hún var 21 árs var hún þriggja barna móðir. Pabbi hennar var predikari. Hún fæddist í suðrinu en ólst upp í Detroit.

Rödd hennar spannar Ameríku; Gleðina, þjáninguna, eplapæið á gluggakistunni, tækifærin, þöggunina. (You Make Me Feel Like a) Natural Woman verður fílað í dag. Gerið ykkur viðbúinn.

Ekki spillir fyrir að lagið er eftir annan amerískan ofurhuga. Carole King, konu sem kom 118 lögum inn á Billboard Top 100. Í þættinum hlýðum við einnig á hennar útgáfu sem er einskonar arineldsútgáfa af flugelda-marenstertu Franklins.

Farið snemma heim úr vinnunni í dag og fílið Arethu Franklin og Carole King. Þið eigið það skilið.

Kjarnið ykkur. Finnið til legsins. Náttúrulega.

Fílalag
Fílalag
(You Make Me Feel Like A) Natural Woman - Að finna til legsins
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply