Free Bird – Fenið og flugið

Lynyrd Skynyrd – Free Bird

Það er morgun. Beikonlitaður mótorhjólamaður kjammsar á djúpsteiktri krókódílatá. Hitamælirinn sýnir 40, rakamælirinn er sprunginn. Úr útvarpinu heyrast skruðningar þar til það brestur á með Free Bird.

Krómsleginn álsívalningur flýgur um loftin blá. Sólglampandi fiðrildi fleygir sér inn í opinn og bjartan faðm maís-akranna. Við erum kannski ekki snákar, limlausar lengjur eftir refsingu Herrans, en við erum heldur ekki vængjaðir sem fuglar. Við bara erum það ekki.

Þótt stokkið frá hæsta háhýsi þá tekur yfirleitt bara nokkrar sekúndur að falla til jarðar. Þótt stokkið sé úr flugfél eru þetta í besta falli nokkrar mínútur.

En hér eru 9 mínútur og 10 sekúndur af frjálsu falli. Er á meðan er.

Fílalag
Fílalag
Free Bird - Fenið og flugið
/