Þegar Prellinn sarð sal

Af hverju er Tupelodrullan kallaður konungur rokksins?

Exhibit A: Þegar Prellinn sarð sal.

Sjáiði skepnuna. Þetta er vorið 70 í Vegas. Þarna er dýrið að ljúka við fyrsta veturinn af sjóvunum sínum í Vegas. Þetta er sirka einu og hálfu ári eftir upprisuna í ’68 Comeback Special (Prellafílun frá því tímabili má hlusta á hér) og hann er með ALL ENGINES RUNNING. Breimandi graður og tanaður og með vínylsvarta makkann spertan. Við erum að tala um sjortarar-baksviðs-á-milli-laga-með-beehive-gógógellum graður. Svo bara ein kók í gleri og næsta lag.

Sjáiði skepnuna.

Það er nefnilega mikill miskilningur að Vegasár Prellans hafi verið einhver miðjumoðsdrulla. Fyrstu árin eru óumdeilanlegar raðneglu-flugeldasýningar og ljónið öskraði.

Sjáið þetta. Sjáið hvernig hann startar þessu. Gúlsopi af vatni og casual “suspicious minds” kall á bandið, gítarstefinu hleypt af stað og we’re off!
Sjáið dýrið. Hann byrjar STÍFUR. Stressaður nánast. En hann titrar af æsingi. Nötrar af greddu. Sjáið fótinn. Þetta er frægt dæmi. Hann byrjaði svona á fyrsta gigginu sínu í enhverju mattineé mulningi í Memphis ’53. Allir héldu að hann væri að vinna með einhvern ferskan dans en vinstri fóturinn hans hristist þegar hann er stressaður. Þetta er líffræðilegt dæmi. Þetta sést líka í Ed Sullivan drullunni. Þess vegna var hann alltaf í þessum víðu buxum. Hylja þetta sjitt. En ekki í Vegas. Þar er The Hillbilly Lightning í aðsniðnu leðri. Hvítu. Praise Jesus.

Ok. Hann byrjar stressaður. Stendur þarna bara og neglir þetta. Allir sáttir sossum.
En… oh my.. Þegar að droppið kemur á 1:37…. gvöð minn góður. Hann losar.
Ein karatepósa og hann er kominn INN í hverja einustu mannseskju í salnum. Þetta er innsetning. Þetta er samræði. Prellinn og salurinn er að njótast from that moment on. Horfið í augun á dýrinu. Það sést.

Sko. Svo fer hann í GANG. Þá fyrst BYRJAR HANN.
Þetta er bara YOU WON’T BELIEVE WHAT HAPPENS NEXT dæmi. Ég er orðlaus.
Hann serðir salinn. Það er ekki hægt að orða þetta öðruvísi.

GOD SAVE THE KING.