Nokkur orð um tónlistarmenn og reykingar

Ekkert er jafn bítlalegt og kríthvítar sígarettur úr breskum vélbyssukjöftum. Þeir reyktu allir. John, Paul, Ringo, George. Strompuðu sig í gegnum fjórtán hljóðversplötur. Quick with a joke and to light up your smoke. Rollingarnir. Don’t even go there. Kamel úr kjafti at any given moment. Dylan, Bowie, Gainsbourg. Rettan klár.

En samt virðist erfitt að finna upplýsingar um þessi mál. Til dæmis hvað menn voru helst að reykja. Það er reyndar mjög frægt að Gainsbourg reykti alltaf Gitanes (enda hélt hann alltaf á rettunni í annarri hendi og pakkanum í hinni, meira að segja þegar hann performeraði live). En það er ekki jafn frægt hvað hinir reyktu. En viti menn. Með smá gúgli sér maður að bæði Lennon og Bowie voru Gitanes/Gauloises-menn – þetta er soldið sama tóbakið (pun not intended); franskar bítnikka-rettur.

En nóg um það. Dylan er flóknari. Hann virðist ekki hafa reykt neina ákveðna tegund. Sjáið til dæmis þessa rannsókanarvinnu sem einhver hefur lagst í og deilt á Quora:

“I have a couple of photos of Bob Dylan smoking in the early and mid-1960s. In one, from 1965, he has a pack of Chesterfields (non-filters) next to him. In the other, from 1963, a pack of non-filtered Camels. In another photo from 1966, he is hanging out with Brian Jones from the Stones, and Bob’s got a pack of Marlboro Reds next to him. I have seen another pic of him during his Traveling Wilbury years where he has a green pack of smokes in his breast pocket, obviously menthols. As another poster has already shown, he is smoking Reyno Extra Lights, A German menthol cigarette.

It seems Bob Dylan was never loyal to any one brand of cigarette. In the 60s he liked non-filtered Chesterfield and Camels, then graduated to filtered cigarettes in his late 20s, and by his 30s and onwards he appears to be a Menthol Man.”

Æðislegt að vita til þess að Dylan hafi reykt vestur-þýskar menthol-sígarettur. Reyno Extra Lights. Það eiginlega gerir meira fyrir mig að vita þetta en 99% af öllum tilgangslausum Dylan-molum. “A Menthol Man”. Fokk hvað þetta er gott.

En að lokum. Hvað voru íslenskir 60s og 70s tónlistarmenn aðallega að reykja? Veit einhver eitthvað um það? Og ekkert funny stuff hérna. Bara alvöru info. Veist þú eitthvað um þessi mál Gunnar Larus Hjalmarsson? Er það rétt að Megas hafi verið Kool-maður til dæmis?