Thirteen – Að vera þrettán

Big Star – Thirteen

Hvernig er að vera þrettán? Það er einstaklingsbundið. Eitt er víst og það er að minningin af því að vera þrettán er ekki sú sama og að vera þrettán.

Minningin er í öllum tilfellum angurvær, jafnvel sársaukafull, en umfram allt alveg ósvikin.

Það er soft-trigger-warning á þessum þætti Fílalags, eða að minnsta kosti laginu sem spilað er í lokin. Lagið Þrettán með Big Star. Bandarískur kassagítar mulningur frá 1972, sem fangar angurværðina alla. Njótið. Fílið.

Fílalag
Fílalag
Thirteen - Að vera þrettán
/

Atlavík ’84 – Koddafar í andliti. Matarkex í maga.

Rúnk – Atlavík ’84

Hvað gerist ef maður hleypir rafstraumi ofan í blauta rauðrófustöppu?

Yfirleitt gerist reyndar ekki neitt. En stundum gerist snilld.

Hljómsveitin Rúnk er súpergrúbba íslenska indísins. Hér er um að ræða Ólympus fjall Fókus 2000 menningarinnar. Meðlimir bandsins voru þau Björn Kristjánsson (Borko), Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló), Hildur Guðnadóttir (Chernobyl, Emmy), Benedikt Hermann Hermannsson (Benni Hemm Hemm) og Ólafur Björn Ólafsson (on sticks). Saman gerðu þau eina plötu, Ghengi Dahls, sem kom út 2002.


Hér er öll kássan fíluð, og sleikt út um. Fílið með.

Fílalag
Fílalag
Atlavík '84 - Koddafar í andliti. Matarkex í maga.
/

West End Girls – Brakandi sigur

Pet Shop Boys – West End Girls
Það brakar í poppkorni. Það heyrist til dæmis afar skýrt í bíósölum rétt áður en kvikmyndin hefst. Fátt einkennir popp meira en brökun. Það er því mjög viðeigandi að hitt fyrirbærið sem einnig gengur undir nafninu popp, popptónlist, er einnig andlag brökunar. Segja má að því meira sem braki í popptónlistinni, því meira popp sé hún.
Og þvílíkt sem það brakaði þegar ferill breska monstersins Pet Shop Boys fór í gang. Vúff. Þetta dúó, sem átti eftir að enda með að selja meira en 100 milljón platna, er léttsaltaður popp-unaður og innan skamms hefst bíómynd á tjaldinu. Og hún er ekki af verri endanum: þungur, noir-rykfrakka Bogart klumpur.
Það eru nefnilega líka þyngsli í þessu. Til að popp verði klassískt (sem það verður í raun frekar sjaldan) þá þarf að vera eitthvað meira í gangi. Og það er svo sannarlega raunin hjá gæludýrabúðastrákunum. Hér er farið yfir þetta allt. Þyngslin, mótífin, stemninguna en umfram allt sigurinn. Happy Pride. Pet Shop Boys. Gjörið svo vel!

Fílalag
Fílalag
West End Girls - Brakandi sigur
/

Modern Love – Að gönna Síðuna

Hann mætti aftur, sólbrúnn, í stórum jakka og gult hár. Hann tætti í sig áttuna. Við erum að tala um Hnífa-Davíð í sinni tíundu endurholdgun. Platan hét Let’s Dance og hittararnir komu í röðum. Modern Love líklega sá mest gírandi.

Það er bannað að spila Modern Love með Bowie nálægt kirkjugörðum. Alls ekki mæta með gettóblaster í Fossvogskirkjugarð og setja þetta lag á. Það ærir líkin. Þau byrja að dansa ofan í gröfum sínum og það kemur hreyfingu á jarðveginn, sem getur valdið jarðsigi og aurskriðum. Sýnið ábyrgð.

Modern Love er hinsvegar fullkomið lag til að hlusta á þegar kálfum er hleypt út á vorin. Og einnig þegar farið er út að skokka. Smeygið nú á ykkur hlaupaskóna, setjið á ykkur eitís-svitabönd og gönnið Ægissíðuna. Hlaupið eins og sperrtir kálfar. Það er kominn tími til að gönna Síðuna.

Fílalag
Fílalag
Modern Love - Að gönna Síðuna
/

Nokkur orð um tónlistarmenn og reykingar

Ekkert er jafn bítlalegt og kríthvítar sígarettur úr breskum vélbyssukjöftum. Þeir reyktu allir. John, Paul, Ringo, George. Strompuðu sig í gegnum fjórtán hljóðversplötur. Quick with a joke and to light up your smoke. Rollingarnir. Don’t even go there. Kamel úr kjafti at any given moment. Dylan, Bowie, Gainsbourg. Rettan klár.

En samt virðist erfitt að finna upplýsingar um þessi mál. Til dæmis hvað menn voru helst að reykja. Það er reyndar mjög frægt að Gainsbourg reykti alltaf Gitanes (enda hélt hann alltaf á rettunni í annarri hendi og pakkanum í hinni, meira að segja þegar hann performeraði live). En það er ekki jafn frægt hvað hinir reyktu. En viti menn. Með smá gúgli sér maður að bæði Lennon og Bowie voru Gitanes/Gauloises-menn – þetta er soldið sama tóbakið (pun not intended); franskar bítnikka-rettur.

En nóg um það. Dylan er flóknari. Hann virðist ekki hafa reykt neina ákveðna tegund. Sjáið til dæmis þessa rannsókanarvinnu sem einhver hefur lagst í og deilt á Quora:

“I have a couple of photos of Bob Dylan smoking in the early and mid-1960s. In one, from 1965, he has a pack of Chesterfields (non-filters) next to him. In the other, from 1963, a pack of non-filtered Camels. In another photo from 1966, he is hanging out with Brian Jones from the Stones, and Bob’s got a pack of Marlboro Reds next to him. I have seen another pic of him during his Traveling Wilbury years where he has a green pack of smokes in his breast pocket, obviously menthols. As another poster has already shown, he is smoking Reyno Extra Lights, A German menthol cigarette.

It seems Bob Dylan was never loyal to any one brand of cigarette. In the 60s he liked non-filtered Chesterfield and Camels, then graduated to filtered cigarettes in his late 20s, and by his 30s and onwards he appears to be a Menthol Man.”

Æðislegt að vita til þess að Dylan hafi reykt vestur-þýskar menthol-sígarettur. Reyno Extra Lights. Það eiginlega gerir meira fyrir mig að vita þetta en 99% af öllum tilgangslausum Dylan-molum. “A Menthol Man”. Fokk hvað þetta er gott.

En að lokum. Hvað voru íslenskir 60s og 70s tónlistarmenn aðallega að reykja? Veit einhver eitthvað um það? Og ekkert funny stuff hérna. Bara alvöru info. Veist þú eitthvað um þessi mál Gunnar Larus Hjalmarsson? Er það rétt að Megas hafi verið Kool-maður til dæmis?