Try Sleeping With A Broken Heart – Brotið hjarta úr eldhúsi helvítis

Fílalag er á nútímalegum slóðum í dag og fílar lag frá 2009. Um er að ræða stóran smell með Aliciu Keys, lag sem gerði ágætis hluti þegar það kom út fyrir átta árum síðan, en á líka helling inni.

Alicia Keys er multi-talent. Frábær söngkona, lagahöfundur og hljóðfæraleikari. Hún er einnig frumkvöðull í cross-over kúli, þ.e. að missa ekki kúlið þrátt fyrir að skella sér á bólakaf í meinstrím menningu, sem er löngu orðinn standard í dag.

Í stuttu máli hefur Alicia allt. Hún er semí gettó-barn, alin upp í Hell’s Kitchen í New York, sem þó er á Manhattan þannig að skuggar ríkidæmis féllu á íbúðarblokk hennar. Hún kann að hrista glingrið en líka að spila leik minimalismans, eins og hún gerir í lagi dagsins.

Fílalag
Fílalag
Try Sleeping With A Broken Heart - Brotið hjarta úr eldhúsi helvítis
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply