VILTU STYRKJA FÍLALAG?
Við erum búnir að stofna Patreon síðu þar sem þið getið tekið þátt í að fjármagna þættina. Við þurfum að borga fyrir hýsingu og lénið og eitthvað svona sjitt og það safnast saman þannig að það væri geggjað að fá smá hjálp frá Hjörðinni með það. Þið s.s. gerist áskrifendur á þessari Patreon síðu okkar og styrkið okkur um einhverja dollara á mánuði, lágmark $1 en það má vera meira ef þið eruð einstaklega fílunarþyrst.
Velkomin í veisluna
Kettir allra landsmanna sameinist, bröndóttir, gráir, möndlueygðir. Það er komið að Fílalag tveir komma núll. Endurræsing. Ný heimasíða, nýir styrktaraðilar á leiðinni, ný iTunes rás. Allt galleríið.
Hér má nostra…
Þunnur kelti á gjörir þakkir
White man overbite per minute. Van The Man er óumdeilanlegur heimsmeistari í því.
Að maður sem lítur út eins og einhver sem manni kæmi ekkert á óvart að mæta í Öskjuhlíðinni í rykfrakka að banka einn út geti skilað svona…
Þegar Prellinn sarð sal
Af hverju er Tupelodrullan kallaður konungur rokksins?
Exhibit A: Þegar Prellinn sarð sal.
Sjáiði skepnuna. Þetta er vorið 70 í Vegas. Þarna er dýrið að ljúka við fyrsta veturinn af sjóvunum sínum í Vegas. Þetta er sirka…
Flugvirkinn sem varð að soultrúbador í The Big Black Smoke
Bill Withers og co. í London ’72 í Old Grey Whistle Test. Setjum okkur aðeins í þeirra spor. Þeir, eins og langflestir ameríkanar þá (og nú) hafa sjaldan eða aldrei ferðast út fyrir BNA. Þarna eru þeir komnir í The Big Black…
Carreysullið
Hér gefur að líta eina skærustu stjörnu Kanada, Jim Carrey, gera grín að annarri kanadískri stjörnu (sem skein að vísu ekki mjög lengi), Snow.
Grín Carreys er basic spoof á lagið Informer, sem var eitt vinsælasta lag ársins…
Havel og The Glimmer Twins
Sjáið þessa mynd. Þetta er örugglega eina myndin sem er til af Mick og Keith þar sem þeir eru starstruck. Ekki vegna þess að þeir eru að hitta Berry-inn sinn eða The Queen of England. Nei nei. Það er Václav Havel sem out-swagar…
Drottning sálar í Amsterdam
Drottning Sálarinnar matreiddi finger-lickin' good cajun KÁSSU úr hráefni frá færibanda-hitmaking neglumeistarann Carol King haustið '67. Gjörvöll heimsbyggðin lá í valnum með kjötsvima á toxic leveli, búin að losa um beltið…
Feel - Svarthvítt bað
Feel - Robbie Williams
Bootcut gallabuxur. Sperrt mjóbak. Diesel auglýsing. Stóðhestur kældur í baði.Robbie Williams var ungur þegar hann mætti með augabrýrnar sínar og þrátt fyrir mikla kókanínneyslu og allskonar ólifnað,…
Jólin alls staðar - Geimvera krufin í kjallara Búnaðarbankans í Austurstræti
Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson - Jólin alls staðar
Okkar fallegasta jólalag er tekið fyrir í dag. Það voru hjónin Jóhanna G. Erlingsson og Jón „Bassi" Sigurðsson sem eru höfundar hins eilífa og unaðslega verks…
Euphoria - Bugles, Dópamín, kerúbíni þenur lúður
Loreen - Euphoria
Þríhöfða vöðvatröll stígur niður úr leikmyndageimskipi .Glussahljóð fyllir skálar eyrna. Fasteignasali í Reykjavík kaupir ljótan jakka í Sautján. Buglesi er sturtað í skálar í húsi í Kórahverfinu.…
Stand By Me - Konungleg upplifun
Ben E. King - Stand By Me
Viltu vera konungur, en finnst of mikið vesen að gera uppreisn og drepa gamla kónginn? Viltu vera konungur en veist ekkert um pólitík eða hernað og hreinlega nennir ekki að klæða þig í purpurarauða…
Kinky Afro - Þriggja daga lykt
Happy Mondays - Kinky Afro
Brútalismi. Gráir veggir. Steinsteypa. Rigning. Vond hárgreiðsla. Bryðjandi kjálkar. Vond nærvera. Sveittar nasir.
Engin markmið. Engar vonir. Engin reisn. Engin niðurstaða. Ekkert í gangi.
Nema…
Don’t Get Me Wrong - Hindin heilaga
The Pretenders - Don’t Get Me Wrong
Chrissie Hynde, söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Pretenders hafði marga fjöruna sopið þegar hún söng lagið “Don’t Get Me Wrong” árið 1986. Þessi ameríska…
Sister Golden Hair - Filter Última
America - Sister Golden Hair
Sjöan. Hraun. Teppi. Sértrúarsöfnuðir. Fyrstu bylgju hugbúnaðarfrumkvöðlar. Gyllta hárið. Heisið. Loftið. Þyngslin. Gula geðrofið. Buxna-bulge.
Kjallarinn í botlanganum. Þurrt hár. Þurr…
The Best - Það allra besta
Tina Turner - The Best
Ein stærsta saga veraldar. Anna Mae Bullock, fædd í Tennessee 1939. Sú orkuríkasta, sú gæfasta, sú stóra. Tina Turner. Sú sem snéri öllu á hvolf. Tók bresku rokk yrðlinganna og sýndi þeim hvar Davíð…
Vanishing act - Við skolt meistarans
Fílabeinskistan - FílalagGull™
Lou Reed - Vanishing Act
Lou Reed syngur svo nálægt hljóðnemanum í þessu lagi að maður finnur leðurkeimaða andremmuna. Og maður fílar það. Það er eins og að vera staddur við skolt…
Fuzzy - Fjúkandi pulsubréf
Grant Lee Buffalo - Fuzzy
Klæðið ykkur í gallajakka og leðurjakka og rörsjúgið stóra kók á aftasta bekk í Stjörnubíó þar til hryglir í pappamálinu. Setjið hnausþykkt brúnt seðlaveskið í rassvasann og gelið hárið.…
The Age of Aquarius - Kapítalisminn og draumar hippakynslóðarinnar að r##a inn í kústaskáp
The 5th Dimension - The Age of Aquarius
Unglingar með reykelsi. Tónaðir Broadway leikarar í útpældum fatahenglum. Veröld að fara af hjörunum. Hér er um að ræða kapítalismann og drauma hippakynslóðarinnar saman inn í kústaskáp…
Theme from New York, New York - Með 20. öldina út á kinn
Frank Sinatra - Theme from New York, New York
Bláskjár. Frank Sinatra. Níu hundruð þúsund sígarettur. Tvö hundruð og átta tíu þúsund martíní-glös. T-steikur, broads, kertaljós. Röddin í útvarpinu, axlirnar á sviðinu,…