Uptown Girl – Blöðruselur í brunastiga

Billy Joel – Uptown Girl

Það er útkall. Bláu ljósin og vælandi sírena. Upp í brunastiga í Bronx stendur útþaninn kalkúnn og spangólar á gula leigubílana sem þjóta hjá. Það er ekki hægt að tjónka við hann.

Elsta saga veraldar. Fátæki strákurinn sem er skotinn í prinsessunni, eða öfugt. Lítið krakkaævintýri, en samt svo stórt.

Billy Joel er gaurinn sem byrjaði að vera miðaldra 20 ára, og er enn að, hálfri öld síðar. Með brotið nef, hvíttaðar tennur og grjótharða bumbu. Hann hefur stundum kýlt fast, stundum kýlt laust. En hann hefur alltaf kýlt upp á við.

Fílalag
Fílalag
Uptown Girl - Blöðruselur í brunastiga
/