Love – Eggjarauðan sem aldrei eyðist

John Lennon – Love

Það er ekki bara Brimborg sem er öruggur staður til að vera á heldur líka innsta hólf í innstu kistu hvelfingar grafhýsis Tútankamúns. Það er hægt að verja og það er hægt að brynverja. Og ekkert er jafn öruggt, jafn varið, jafn hugmyndafræðilega afmarkað og lagið “Love” með John Lennon.

Love Lennons er sólin á himninum, döggin á grasi að morgni, það öruggasta og tryggasta sem við eigum. Kærleikurinn svífur þarna um, ofbeldið allt um kring, en kærleikurinn svífur þarna um í eggi sínu. Brynvarinn, ryðvarinn, gegnvarinn.

Fílalag
Fílalag
Love - Eggjarauðan sem aldrei eyðist
/