Heartbreaker – Harmurinn og hæðirnar
Bee Gees – Heartbreaker
Saga Bee Gees er Sagan með stóru S-i og greini. Saga þjóðflutninga, saga efnahagsþrenginga, hæstu hæða, dýpstu dala. Elsta saga í heimi. Fyrsta Mósebók, fjórði kafli: Kain og Abel. Á ég að gæta bróðir míns? Vesalingar og krypplingar Victors Hugo, verksmiðjubörn Dickens. Undirskálaaugu Andersens.
Saga Bee Gees inniheldur þjóðflutninga, lestarslys, hótelsvítur, sundlaugabakka, ofsóknaræði en fyrst og síðast samheldni, metnað, vinnusemi og þolinmæði gagnvart harðneskju lífsins. Þetta eru stór orð, en saga bræðranna frá Brisbane er engum lík. Hún verður aldrei tekin saman í eina setningu þó að djörf atlaga gæti verið útfærð með orðunum „Keltar negla heiminn”.
Þvílíkir hæfileikar. Þvílík seigla. Þvílík saga. En fyrst og síðast: þvíííííílíkur fílingur.