Fyrir átta árum – Einn kílómetri af eilífð
Heimir og Jónas – Fyrir átta árum
Sumarlandið. Vormanían. Spássering í kringum Tjörn. Byltingarfólk og hökutoppar. Glaumbar og hass. Predikari segir þér hvað kílóið af salti kostar í raun og veru. Kinkandi kollar. Guy Ritchie þrútnar.
Kristalsglasi hent á arin. Vakan hefur staðið yfir alla vikuna, allt vorið. Undir 19. aldar legubekk á Þrúðvangi liggur 100 kíló af kraftbirtingarhljómi og nötrar. Jack London horfir á.
Þeir sem fóru af fiðluballinu í vor lifa enn sem draugar. Laufásvegur er búlevarð. Kríthvít andlit á göngu. Á suðurleið í leit að líknardeild. Jakkarnir, sokkarnir, tárin og árin.
Á bak við gluggatjöldin bærast hvítir armar sem sigldu yfir á tímum spænsku veikinnar.
Fegurðin. Ó, fegurðin. Vaktu með okkar borgaralega skáld. Horfðu frá bekk þínum á alla hersinguna koma úr predikun í Fríkirkjunni og ganga ofan í Tjörnina og drukkna í linnulausri fegurðarárás vo-vo-vo-vorsins.