VILTU STYRKJA FÍLALAG?
Við erum búnir að stofna Patreon síðu þar sem þið getið tekið þátt í að fjármagna þættina. Við þurfum að borga fyrir hýsingu og lénið og eitthvað svona sjitt og það safnast saman þannig að það væri geggjað að fá smá hjálp frá Hjörðinni með það. Þið s.s. gerist áskrifendur á þessari Patreon síðu okkar og styrkið okkur um einhverja dollara á mánuði, lágmark $1 en það má vera meira ef þið eruð einstaklega fílunarþyrst.
Velkomin í veisluna
Kettir allra landsmanna sameinist, bröndóttir, gráir, möndlueygðir. Það er komið að Fílalag tveir komma núll. Endurræsing. Ný heimasíða, nýir styrktaraðilar á leiðinni, ný iTunes rás. Allt galleríið.
Hér má nostra…
Þunnur kelti á gjörir þakkir
White man overbite per minute. Van The Man er óumdeilanlegur heimsmeistari í því.
Að maður sem lítur út eins og einhver sem manni kæmi ekkert á óvart að mæta í Öskjuhlíðinni í rykfrakka að banka einn út geti skilað svona…
Þegar Prellinn sarð sal
Af hverju er Tupelodrullan kallaður konungur rokksins?
Exhibit A: Þegar Prellinn sarð sal.
Sjáiði skepnuna. Þetta er vorið 70 í Vegas. Þarna er dýrið að ljúka við fyrsta veturinn af sjóvunum sínum í Vegas. Þetta er sirka…
Flugvirkinn sem varð að soultrúbador í The Big Black Smoke
Bill Withers og co. í London ’72 í Old Grey Whistle Test. Setjum okkur aðeins í þeirra spor. Þeir, eins og langflestir ameríkanar þá (og nú) hafa sjaldan eða aldrei ferðast út fyrir BNA. Þarna eru þeir komnir í The Big Black…
Carreysullið
Hér gefur að líta eina skærustu stjörnu Kanada, Jim Carrey, gera grín að annarri kanadískri stjörnu (sem skein að vísu ekki mjög lengi), Snow.
Grín Carreys er basic spoof á lagið Informer, sem var eitt vinsælasta lag ársins…
Havel og The Glimmer Twins
Sjáið þessa mynd. Þetta er örugglega eina myndin sem er til af Mick og Keith þar sem þeir eru starstruck. Ekki vegna þess að þeir eru að hitta Berry-inn sinn eða The Queen of England. Nei nei. Það er Václav Havel sem out-swagar…
Drottning sálar í Amsterdam
Drottning Sálarinnar matreiddi finger-lickin' good cajun KÁSSU úr hráefni frá færibanda-hitmaking neglumeistarann Carol King haustið '67. Gjörvöll heimsbyggðin lá í valnum með kjötsvima á toxic leveli, búin að losa um beltið…
Guð blessi meyjarblómið þitt amma - The Village Green Preservation Society
The Kinks - The Village Green Preservation Society
Fílalag kafar djúpt ofan í glatkistuna að þessu sinni og grefur upp eina frumfílun frá júní 2014. Það er kannski við hæfi að líta um öxl þegar þetta nostalgíuhnoss er…
Oh What A Night (December '63) - Kransæðarfílingur
Frankie Valli and the Four Seasons - December, 1963 (Oh What a Night)
Árið 1975 var þannig komið fyrir hljómsveitinni The Four Seasons og söngvara hennar, Frankie Valli, að það var ekkert eftir nema fílingurinn. Fötin voru úr…
I Only Have Eyes For You - Fegurð að handan
The Flamingos - I Only Have Eyes For You
Mjúkur koss úr hamborgaralúgu. Tyggjó-plata á rauðri tungu. Mínígolf í myrkrinu. Elskandi, dekkandi faðmur svínaslátrara heims.
Gljáfægð stræti fyllt rykfrakkabófum. Óspillt engi.…
I Will Always Love You - Gullstöng
I Will Always Love You - Dolly Parton & Whitney Houston
Hringið í Immanuel Kant. Já. Bara niður í gröfina í Kalíníngrad. Og andið í tólið. Það er fagurfræðileg fullkomnun undir fílunarnálinni í dag. I Will Always…
Alone Again Naturally - Að finna botninn
Alone Again Naturally - Gilbert ‘O Sullivan
Strappið á ykkur væmna leðurtösku. Ræsið Volkswagen bjölluna á köldum vetrarmorgni. Það er sjöa. Öllum er kalt. Það lekur blóð úr öllum hjörtum. Það er kominn tími á…
A Town Called Malice - Að hrista úr sér sjöuna
The Jam - A Town Called Malice
Nú er moddið tekið fyrir í allri sinni dýrð. Sultan er fíluð. Paul Weller í brakandi ullarjakkafötum að negla út melódíska þjóðsöngva á Rickenbackerinn.
Weller fór fyrir þriðju kynslóð…
Because The Night - Lát huggast barn
Patti Smith - Because the Night
Rokk. Ljóð. Sköddun. Dýpt. Eftirpartí á Njálsgötu 1980. Óþægilegar buxur. Þurrt hár. Öskubakkar. Sjöl. Kökkur í hálsum. Leðurjakki. Sameiginleg vonbrigði. Mótlæti. Grimmd. Losti. Heitt…
The Revolution Will Not Be Televised - Er hægt að sigra fasisma og hafa gaman á meðan?
Gill Scott Heron - The Revolution Will Not Be Televised
Ameríska ljóðskáldið Gill Scott Heron sagði það best árið 1970. Þú horfir ekki á byltinguna í sjónvarpinu. Það er ekki nóg að flatmaga í sófanum og borða pizzu…
Thirteen - Að vera þrettán
Big Star - Thirteen
Hvernig er að vera þrettán? Það er einstaklingsbundið. Eitt er víst og það er að minningin af því að vera þrettán er ekki sú sama og að vera þrettán.
Minningin er í öllum tilfellum angurvær,…
Atlavík '84 - Koddafar í andliti. Matarkex í maga.
Rúnk - Atlavík '84
Hvað gerist ef maður hleypir rafstraumi ofan í blauta rauðrófustöppu?
Yfirleitt gerist reyndar ekki neitt. En stundum gerist snilld.
Hljómsveitin Rúnk er súpergrúbba íslenska indísins. Hér er um að…
The Boy With The Arab Strap - Lifrarpylsa sem dansar búgí vúgí (Live á Kex Hostel)
Belle & Sebastian - The Boy With the Arab Strap
Íslendingar athugið. Það er til enn kaldhæðnara og grárra samfélag en það íslenska. Við erum ekki heimsmeistarar í norpi, niðurrifi og bugun. Það eru að minnsta kosti aðrir…
Roadrunner - Stemmdur hundur
The Modern Lovers - Roadrunner
Hvað er betra en hundur sem gægist út um bílrúðu með tunguna úti? Stemningslega séð? Ekkert. Jonathan Richman og hljómsveit hans, Aðdáendur nútímans, voru samt nokkuð nærri því í lagi sínu…