My Hero – Lappadagasnilld

Foo Fighters – My Hero

Handboltarokkið er tekið föstum tökum í þætti dagsins. Um er að ræða slökkviliðsmannastomperinn My Hero með Foo Figthers, úr miðju hávaðastríðinu 1998.

Nirvana lagði skyndilega upp laupana vorið 1994 við fráfall Kurt Cobains og eftir stóðu tveir hálfþrítugir atvinnulausir rokkarar. Krist Novoselic er í dag að mestu þekktur sem gaurinn sem spilaði á bassa í Nirvana en trommarinn Dave Grohl fór aðra leið og stimplaði sig inn í ameríska þjóðarsál sem lagahöfundur, söngvari, aktivisti og grínari. Verkefnið hans, Foo Fighters, varð að arena-skrímsli og plöturnar átta eru meira og minna sneisafullar af hitturum.

Hér er farið yfir þetta allt. Kaffidrykkjuna, hljómsveitabolina og þrútnunina. Að lokum verður hin eina sanna lappadagasnilld fíluð í strimla.

Fílalag
Fílalag
My Hero - Lappadagasnilld
/