VILTU STYRKJA FÍLALAG?
Við erum búnir að stofna Patreon síðu þar sem þið getið tekið þátt í að fjármagna þættina. Við þurfum að borga fyrir hýsingu og lénið og eitthvað svona sjitt og það safnast saman þannig að það væri geggjað að fá smá hjálp frá Hjörðinni með það. Þið s.s. gerist áskrifendur á þessari Patreon síðu okkar og styrkið okkur um einhverja dollara á mánuði, lágmark $1 en það má vera meira ef þið eruð einstaklega fílunarþyrst.

Velkomin í veisluna
Kettir allra landsmanna sameinist, bröndóttir, gráir, möndlueygðir. Það er komið að Fílalag tveir komma núll. Endurræsing. Ný heimasíða, nýir styrktaraðilar á leiðinni, ný iTunes rás. Allt galleríið.
Hér má nostra…

Þunnur kelti á gjörir þakkir
White man overbite per minute. Van The Man er óumdeilanlegur heimsmeistari í því.
Að maður sem lítur út eins og einhver sem manni kæmi ekkert á óvart að mæta í Öskjuhlíðinni í rykfrakka að banka einn út geti skilað svona…

Þegar Prellinn sarð sal
Af hverju er Tupelodrullan kallaður konungur rokksins?
Exhibit A: Þegar Prellinn sarð sal.
Sjáiði skepnuna. Þetta er vorið 70 í Vegas. Þarna er dýrið að ljúka við fyrsta veturinn af sjóvunum sínum í Vegas. Þetta er sirka…

Flugvirkinn sem varð að soultrúbador í The Big Black Smoke
Bill Withers og co. í London ’72 í Old Grey Whistle Test. Setjum okkur aðeins í þeirra spor. Þeir, eins og langflestir ameríkanar þá (og nú) hafa sjaldan eða aldrei ferðast út fyrir BNA. Þarna eru þeir komnir í The Big Black…

Carreysullið
Hér gefur að líta eina skærustu stjörnu Kanada, Jim Carrey, gera grín að annarri kanadískri stjörnu (sem skein að vísu ekki mjög lengi), Snow.
Grín Carreys er basic spoof á lagið Informer, sem var eitt vinsælasta lag ársins…

Havel og The Glimmer Twins
Sjáið þessa mynd. Þetta er örugglega eina myndin sem er til af Mick og Keith þar sem þeir eru starstruck. Ekki vegna þess að þeir eru að hitta Berry-inn sinn eða The Queen of England. Nei nei. Það er Václav Havel sem out-swagar…

Drottning sálar í Amsterdam
Drottning Sálarinnar matreiddi finger-lickin' good cajun KÁSSU úr hráefni frá færibanda-hitmaking neglumeistarann Carol King haustið '67. Gjörvöll heimsbyggðin lá í valnum með kjötsvima á toxic leveli, búin að losa um beltið…

Please Don't Let Me Be Misunderstood - Að rista á hol og græða á því
The Animals komu frá Newcastle á Englandi. Músíklega má segja að Newcastle sé einskonar Liverpool fyrir lengra komna. Newcastle liggur nokkrum gráðum norðar, er nokkrum stigum blúsaðara og tónlistin sem kom þaðan endurspeglaði…

Dancing On My Own - „Ég er út í horni og horfi á þig kyssa hana“
Robyn gaf út Dancing on My Own árið 2010 en það lifir enn góðu lífi á skemmtistöðum og heimapartíum út um allan heim. Lagið er tragískur diskóstompari, stútfullt af dansvænni örvæntingu og metrósexúalískri sænskri fegurð.…

I Wanna Be Your Dog - Sturlaði táningurinn Detroit
Ef Bandaríkin væru fjölskylda og borgir landsins fjölskyldumeðlimir þá væri Detroit sturlaði táningurinn. Það sem meira er: Detroit er eilífðartáningur. Vandræðagemsinn sem mætir heim til aldraðra foreldra sinna í leðurjakka…

Sound of Silence - Gæsahúð handa þér
Það var heitt á könnunni. Það var heitt á pönnunni. New York ómaði af þjóðlagatónlist. Alpahúfurnar bærðust í vindinum og vindurinn boðaði breytingar. Paul Simon, ungur lagahöfundur frá Queens, var til í þetta og vinur…

Criticism as Inspiration - „Sex mínútna langur hengingarkaðall“
„90’s var tími öfga í tónlist. Það sem var að seljast var annaðhvort öfga hedó-popp eins og 2Unlimited eða öfga rokk um sjálfstortímingu eins og Nine Inch Nails. Það var annaðhvort grunna laugin eða hyldýpið, ekkert pláss…

Too Much Monkey Bussiness - „John Lennon var með berjasósuna á heilanum“
„Við erum að fíla „Too Much Monkey Business“ hérna. Þarna er þetta að hefjast. Holden Caulfield er búinn að marinerast í nokkur ár þarna og Rebel Without a Cause með James Dean er ennþá heit í kvikmyndasýningavélunum.…

Da Da Da - Poppheimurinn sigraður
Í dag fara Fílalagsbræður í skemmtilegt ferðalag um heim popptónlistar þar sem við sögu koma Bítlarnir, Mannfred Mann og Michael Jackson. Staðnæmst er við árið 1982 þegar Jackson gaf út Thriller, sem er mest selda plata allra…

Maggie May - Graðasti maður breska samveldisins neglir heiminn
„Árið 1971 var Rod Stewart einfaldlega nítrólýserín dýnamít-túba ready to explode. Það er bara þannig,“ segir Snorri Helgason í nýjasta þætti Fílalags þar sem fyrsti hittari Rod Stewarts, Maggie May, var fílaður með…

Hefnófíl
Fílalag bauð Hefnendunum Hugleiki og Jóhanni Ævari í þátt sinn. Hefnendurnir yfirtóku þáttinn með nördamennsku sinni og fóru að rífast um endurgerðir á kanadískum unglingasápuóperum en loks hófst lagafílun.
Hugleikur…

Say it ain't so - Normcore krakkar þurfa að kæla sig
„Menn eru eitthvað að tala um normcore í dag eins og það sé hin ultimate hipstera-kaldhæðni. Að klæða sig í kakí-buxur og hvíta strigaskó úr Hagkaup og drekka Egils Gull og ropa í aftursætinu á Volkswagen Golf. Eins og það…

The Letter - Maðurinn sem breytti heiminum nýkominn með punghár
„Sko. Höfum það á hreinu að Alex Chilton var 16 ára þegar hann söng þetta. Hann var nýkominn með punghár og fór beint í efsta sætið og þetta er samt ekkert barnastjörnu dæmi. Þetta er fullorðins soul-shaker. Hann hljómar…

If I Can Dream - Elvis og hinn þríréttaði ameríski draumur
„Þegar Elvis dreymir þá er ekkert annað á matseðlinum en ameríski draumurinn þríréttaður borinn fram á húddinu á rjómahvítum Cadillac. Það er bara þannig. I rest my case,“ segir Snorri Helgason í nýjasta þætti Fílalags…