Er líða fer að jólum – Bjargvætturinn í rúllustiganum

Hið fullkomna jólaskap er hátíðarblanda af kvíða og tilhlökkun.

Það er ekkert gaman að jólunum nema klifrað sé upp og niður tilfinningastigann í aðdraganda þeirra.

Í dag verður íslensk jólaskammdegis-negla fíluð.

Er líða fer að jólum er skapað af heilagri þrenningu íslenskrar dægurtónlistar: Ómar Ragnarsson samdi textann (faðirinn). Gunnar Þórðarson samdi lagið (sonurinn) og Ragnar Bjarnason flýtur dúnmjúkur yfir þessu öllu og syngur (hinn heilagi andi).

Þetta er lagið sem hefur bjargað hundruð Íslendinga frá bráðum bana í aðdraganda jólanna.

Lagið er dúnmjúkt, sándið er þunnt og veikt en að sama skapi áferðarfagurt.

Þeir sem ekki fíla þetta þeir fíla bara ekki jólin.

Fílalag
Fílalag
Er líða fer að jólum - Bjargvætturinn í rúllustiganum
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply