VILTU STYRKJA FÍLALAG?
Við erum búnir að stofna Patreon síðu þar sem þið getið tekið þátt í að fjármagna þættina. Við þurfum að borga fyrir hýsingu og lénið og eitthvað svona sjitt og það safnast saman þannig að það væri geggjað að fá smá hjálp frá Hjörðinni með það. Þið s.s. gerist áskrifendur á þessari Patreon síðu okkar og styrkið okkur um einhverja dollara á mánuði, lágmark $1 en það má vera meira ef þið eruð einstaklega fílunarþyrst.
Velkomin í veisluna
Kettir allra landsmanna sameinist, bröndóttir, gráir, möndlueygðir. Það er komið að Fílalag tveir komma núll. Endurræsing. Ný heimasíða, nýir styrktaraðilar á leiðinni, ný iTunes rás. Allt galleríið.
Hér má nostra…
Þunnur kelti á gjörir þakkir
White man overbite per minute. Van The Man er óumdeilanlegur heimsmeistari í því.
Að maður sem lítur út eins og einhver sem manni kæmi ekkert á óvart að mæta í Öskjuhlíðinni í rykfrakka að banka einn út geti skilað svona…
Þegar Prellinn sarð sal
Af hverju er Tupelodrullan kallaður konungur rokksins?
Exhibit A: Þegar Prellinn sarð sal.
Sjáiði skepnuna. Þetta er vorið 70 í Vegas. Þarna er dýrið að ljúka við fyrsta veturinn af sjóvunum sínum í Vegas. Þetta er sirka…
Flugvirkinn sem varð að soultrúbador í The Big Black Smoke
Bill Withers og co. í London ’72 í Old Grey Whistle Test. Setjum okkur aðeins í þeirra spor. Þeir, eins og langflestir ameríkanar þá (og nú) hafa sjaldan eða aldrei ferðast út fyrir BNA. Þarna eru þeir komnir í The Big Black…
Carreysullið
Hér gefur að líta eina skærustu stjörnu Kanada, Jim Carrey, gera grín að annarri kanadískri stjörnu (sem skein að vísu ekki mjög lengi), Snow.
Grín Carreys er basic spoof á lagið Informer, sem var eitt vinsælasta lag ársins…
Havel og The Glimmer Twins
Sjáið þessa mynd. Þetta er örugglega eina myndin sem er til af Mick og Keith þar sem þeir eru starstruck. Ekki vegna þess að þeir eru að hitta Berry-inn sinn eða The Queen of England. Nei nei. Það er Václav Havel sem out-swagar…
Drottning sálar í Amsterdam
Drottning Sálarinnar matreiddi finger-lickin' good cajun KÁSSU úr hráefni frá færibanda-hitmaking neglumeistarann Carol King haustið '67. Gjörvöll heimsbyggðin lá í valnum með kjötsvima á toxic leveli, búin að losa um beltið…
Popular - Að éta eða vera étinn
„Þetta lag er kirsuberið á toppi þeirrar köku sem amerísk 90s unglingamenning gekk út á. Boðskapurinn var: ekkert skiptir máli nema vinsældir, sem eru í eðli sínu köld skilaboð sem hafa þá lógísku niðurstöðu að í raun…
Sweet Dreams - Alvara poppsins
Árið 1983 var popp farið að taka á sig alvarlega mynd. Fullt af poppstjörnum voru dánar langt fyrir aldur fram vegna ofneyslu.
Fleetwood Mac var byrjað að vaða kókaínsnjóskafla upp á nafla, Ozzy var búinn að fara í sína…
2 H.B. - Roxy Music útkall
Mikið uppnám varð í herbúðum Fílalags í vikunni. Snorri sendi Bergi Ebba skilaboð. Í þeim stóð orðrétt: „Trommarinn í Roxy Music var að senda mér e-mail. Þurfum að taka upp þátt NÚNA“.
Málið er útskýrt betur…
The Bad Touch - Tveir mínusar verða plús
Fílalag endurflytur nú þátt sinn frá 2014 um lagið „The Bad Touch“ með Bloodhound Gang. Hér er allt gert rangt tónlistarlega. Bandarískt frat-boy band með söngvara sem hefur raddsvið upp á tvær nótur að spreyta sig á euro-poppi. Hvað gæti hugsanlega farið úrskeiðis? Allt.
Don't Try To Fool Me - Ekki reyna að djóka í mér
Hann var ljóðskáld, hann var myndlistarmaður og hann var einn af fremstu lagahöfundum Íslands.
Jóhann G. Jóhannsson er til umfjöllunar í þessum nýjasta þætti Fílalags og hvað annað verður tekið fyrir en 1973 neglan „Don’t…
99 Luftballons - Gasblöðrur. Gaman. Tortíming. Ást.
Allir þekkja 99 Luftballons. Það er eitt frægasta 80s lagið. Fílgúdd með synthum og allir glaðir. Og lagið er kannski fyrst og fremst um gleði, æsku og fjör.
En blaðran er blásin stærra en það. Lagið er líka um kalda stríðið,…
Wicked Game - Ljóti leikurinn
Árið er 1990. Rockabilly endurvakning ríður röftum í Los Angeles. David Lynch er að dúndra út skrítnum kvikmyndum með sætum krökkum og 50s músík.
Ef þú ert stelpa er málið að vera í hvítri blússu og helst líta út…
Changing of the Guards - Síðasta útspil Timburmannsins
Bob Dylan er sá stærsti. Hann er stærri en Bítlarnir, stærri en Elvis, stærri en Stones. Þetta er ekki sagt á mælikvarða plötusölu eða hefðbundinna vinsælda heldur á grunvelli ídeólógíu. Í tónlist Bob Dylan býr stærsta…
Sódóma - Skyrta úr leðurlíki – Aukaþáttur vegna byltingarinnar
Extra! Extra!
Nú er sendur í loftið sérstakur almannavarnarþáttur Fílalags. Það ríkir óvissa. Skaðmundur er út í horni. Forsetinn flaug heim. Örninn er sestur. Hvað er að gerast?
Fílalag ætlar að grípa inn í með…
Gyöngyhajú Lány - Bomba frá Búdapest
Hafið þið einhverntíman heyrt lag frá Ungverjalandi?
Kannski í Eurovision. Það hefur verið eitt af þessum lögum sem Íslendingar pirra sig á – eurotrashað diskópopp með flötu þjóðlagastefi – hallærislegir kósakkadansarar,…
Into The Mystic - Lag sem hefur allt
Hér höfum við manninn sem gat gert allt: RnB, garage rokk, blues, soul, djass og síkadelíu. Van Morrison er samnefnari sexunnar. Þunni Norður-Írinn sem bara gat ekki annað en slegið í gegn, jafnvel þó persónuleiki hans virðist…
Trans Europe Express - Stunde Null
Klæðið ykkur í vönduð ullarjakkaföt frá Brinchsler & Söhne. Skiptið um koparþræði AKG heyrnartólanna. Setjist í fagurgerðan móderniskan stól úr þýsku geitarleðri. Í dag verður Fílalag á elitista-slóðum.
Kraftwerk…