Hippar (Gestófíll: Dr. Gunni) – „Reipið er til. Hengið ykkur nú.“

Fílalagsbræður settust niður með sjálfum Dr. Gunna og fíluðu einn af fyrstu íslensku pönk-slögurunum, Hippa, með Fræbbblunum.

Dr. Gunni sagði sögur úr Kópavogi og fór gaumgæfilega yfir stöðuna í íslenskri tónlist áður en Fræbbblarnir og síðar Utangarðsmenn mættu og sögðu gamla liðinu að fokka sér.

Fræbbblarnir virtust sérstaklega pirraðir á hippum, en í þeirra heimi var það fólk sem þóttist gáfað og greindi músík of mikið. Vonandi er Fílalag ekki í þeim hópi. Við erum allavega ekki farnir að munda reipið ennþá enda erum við bara gæjar sem fílum hluti og forðumst að ofgreina músík með aðferðum bókmenntafræðinnar.

Það er sérstaklega viðeigandi að fá Dr. Gunna sem gest að þessu sinni til að fíla pönk því þann 2. nóvember mun Pönksafn Íslands opna. Þar verður að vísu ekki aðeins einblínt á pönk heldur íslenska músík frá 1978-1992.

Safnið er að sjálfsögðu staðsett í hinu sögufræga Bankastræti 0, sem var neðanjarðar almenningsklósett frá 1930-2006. Að safninu koma Finni í Dr. Spock (eigandi), Dr. Gunni (aðföng og texti), Langi Seli (hönnun) og Þórunn Claessen (grafík).

Safnið verður opið til frambúðar – en ekki missa af opnuninni því þá mun sjálfur Johnny Rotten mæta og lesa upp ljóð. Halló. Sjálfur John Lydon. Hey hey. My My.

Fílalag
Fílalag
Hippar (Gestófíll: Dr. Gunni) - „Reipið er til. Hengið ykkur nú.“
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply