Time To Pretend – Tími til að þykjast

Popptónlist er ekki lífið sjálft. Popptónlist er leikur og allir sem taka þátt í hamaganginum eru leikarar. Það þýðir samt ekki að það sé ekki mikið í húfi í leiknum.

MGMT slógu í gegn fyrir næstum 10 árum síðan. Bandið samanstendur af tveimur náungum, Benjamin Goldwasser fæddum 1982 og Andrew VanWyngarden fæddum 1983. Þeir eru brautryðjendur aldamótakynslóðarinnar í poppi. Þeir eru millenials og eitt af þeirra stærstu lögum, Time to Pretend, frá 2008 er einskonar sjálfstæðisyfirlýsing Y-kynslóðarinnar.

Skilaboðin eru einföld og þau eru einlæg þó að þau virki kaldhæðnisleg á yfirborðinu. Búum til tónlist. Græðum peninga. Giftumst módelum. Köfnum í eigin ælu.

Skilaboðin eru einlæg því stóra yfirlýsingin er sönn og rétt. Það eina sem þessi kynslóð getur gert í fullri einlægni er að þykjast. Þetta er allt saman leikur. Það er enginn að þykjast vera neitt meira en hann er: leikari sem vill vinna leikinn.

Hlustið á þessar mikilvægu greiningar í Fílalagi dagsins.

Fílalag
Fílalag
Time To Pretend - Tími til að þykjast
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply