My Friend & I – Íslenskur eðall

Fílalag fer á uppáhalds slóðir sínar í þætti dagsins: Íslenskt 70s!! Í þessum gullkistuþætti kynnumst við erki-síð-hippum Íslands. Trúbrot.

Trúbrot var band ólíkra karaktera. Við sögu koma larger than life týpur eins og Gunni Þórðar, Shady Owens, Rúni Júl, Karl Sighvatsson, Gunnar Jökull og svo að sjálfsögðu Maggi Kjartans. Trúbrot var hæfileika- og týpu-veisla frá upphafi til enda og ekki síst eru það lagasmíðar Magga sem hafa fleytt músíkinni yfir til næstu kynslóða. Allir þekkja „To Be Grateful“ enda hefur það verið ædolað í drasl, en hin neglan: „My Friend and I“ er alveg jafn mikil þriggja stiga karfa.

„My Friend and I“ er íslenskur eðall eins og hann gerist bestur. Í raun ætti að tattúvera textann á laginu á bakið á Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Textagerðin leiddi reyndar til málaferla sem farið er yfir í þættinum í dag.

Hlustið og þið munuð fíla, læra og deyja úr losta yfir tímanum þegar Trúbrot var og hét á Íslandi. Vá. God Damn Bubbaly! Vá!

Fílalag
Fílalag
My Friend & I - Íslenskur eðall
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply