VILTU STYRKJA FÍLALAG?
Við erum búnir að stofna Patreon síðu þar sem þið getið tekið þátt í að fjármagna þættina. Við þurfum að borga fyrir hýsingu og lénið og eitthvað svona sjitt og það safnast saman þannig að það væri geggjað að fá smá hjálp frá Hjörðinni með það. Þið s.s. gerist áskrifendur á þessari Patreon síðu okkar og styrkið okkur um einhverja dollara á mánuði, lágmark $1 en það má vera meira ef þið eruð einstaklega fílunarþyrst.
Velkomin í veisluna
Kettir allra landsmanna sameinist, bröndóttir, gráir, möndlueygðir. Það er komið að Fílalag tveir komma núll. Endurræsing. Ný heimasíða, nýir styrktaraðilar á leiðinni, ný iTunes rás. Allt galleríið.
Hér má nostra…
Þunnur kelti á gjörir þakkir
White man overbite per minute. Van The Man er óumdeilanlegur heimsmeistari í því.
Að maður sem lítur út eins og einhver sem manni kæmi ekkert á óvart að mæta í Öskjuhlíðinni í rykfrakka að banka einn út geti skilað svona…
Þegar Prellinn sarð sal
Af hverju er Tupelodrullan kallaður konungur rokksins?
Exhibit A: Þegar Prellinn sarð sal.
Sjáiði skepnuna. Þetta er vorið 70 í Vegas. Þarna er dýrið að ljúka við fyrsta veturinn af sjóvunum sínum í Vegas. Þetta er sirka…
Flugvirkinn sem varð að soultrúbador í The Big Black Smoke
Bill Withers og co. í London ’72 í Old Grey Whistle Test. Setjum okkur aðeins í þeirra spor. Þeir, eins og langflestir ameríkanar þá (og nú) hafa sjaldan eða aldrei ferðast út fyrir BNA. Þarna eru þeir komnir í The Big Black…
Carreysullið
Hér gefur að líta eina skærustu stjörnu Kanada, Jim Carrey, gera grín að annarri kanadískri stjörnu (sem skein að vísu ekki mjög lengi), Snow.
Grín Carreys er basic spoof á lagið Informer, sem var eitt vinsælasta lag ársins…
Havel og The Glimmer Twins
Sjáið þessa mynd. Þetta er örugglega eina myndin sem er til af Mick og Keith þar sem þeir eru starstruck. Ekki vegna þess að þeir eru að hitta Berry-inn sinn eða The Queen of England. Nei nei. Það er Václav Havel sem out-swagar…
Drottning sálar í Amsterdam
Drottning Sálarinnar matreiddi finger-lickin' good cajun KÁSSU úr hráefni frá færibanda-hitmaking neglumeistarann Carol King haustið '67. Gjörvöll heimsbyggðin lá í valnum með kjötsvima á toxic leveli, búin að losa um beltið…
Race For The Prize - Kalsíumhlaðin sprengja litbrigða og hugmynda
The Flaming Lips - Race for the Prize
Ef atómsprengja með glimmeri springur í eyðimörk og enginn heyrir í henni eða sér hana. Sprakk hún þá?
Önnur spurning. Eins og flestir vita er hægt að kjúfa hljóðmúrinn, þ.e. ferðast…
Rio - 35 millimetra bresk heimsveldisgredda
Duran Duran - Rio
Gestófíll: Gunnar "Taylor" Hansson
Núna hellum við okkur út í þetta. Takið fram mittissíðu smókingjakkana með uppbrettu ermarnar, blásið hárið, hyljið varir ykkar með þykkum háfjalla-varasalva. Auðvitað…
Rammstein - Þrútinn iðnaðartilli sem þráir mammasín
Rammstein - Rammstein
Uppskrift að konsepti: Alið manneskju upp í samfélagi sem dýrkar karlmennsku, hernaðarhyggju og stáliðnað. Bætið við slatta af nasistasekt og uppeldisfræðisblæti. Kryddið með bókmenntasköddun og bóhemískum…
Barn - Barn eilífðar
Ragnar Bjarnason - Barn
Sviðsmynd: Ísland og allt sem því fylgir sekkur í sæ. Konseptið klárast. Ekki meiri íslensk tunga. Ekki meiri Öræfajökull. Ekki meiri ORA-baunir. Ekki meiri #MyStopover. Bara allt farið. Blóm og kransar.…
Love Don't Cost A Thing - Þegar allt glóði
Jennifer Lopez - Love Don't Cost a Thing
Popptíví tíminn. Latin sprengjan. Bronshúðað fólk, dansandi á ströndinni. Glingur og drasl á hverjum fingri, eyrnalokkar, naflalokkar, allt í gangi. Og drottningin, sem var reyndar…
Summer In The City - Bartar, hiti
The Lovin' Spoonful - Summer in the City
Hvar? New York borg, New York ríki, Bandaríkin. Hvenær? 4. júlí 1966. Hvað? Sprengja af himnum.
Er hægt að ímynda sér heitari kjarnaorku en sjóðheitan júlídag á miðri Manhattan…
American Girl - Gallaefni nuddast saman, neistar fljúga
Tom Petty & The Heartbreakers - American Girl
Innkoma Thomas Earl Petty inn í ameríska músíksenu er jafn einföld og hún er ótrúleg. Ef hjartað er á réttum stað þarf þetta ekki að vera flókið. Bara klæða sig í gallajakka,…
Final Countdown - Með sjóðheitan kjarnorkuúrgang í klofinu
Europe - The Final CountdownÞað var lokaniðurtalning í gamla Nýló salnum þegar hármetal-hesthúsið Europe var fílað í allri sinni dýrð, frammi fyrir fílahjörðinni. Tjúúúúú.
The Final Countdown er það sem við viljum…
Fix You - Alheimsfixið
Coldplay - Fix YouRétt eins og stýrikerfið á tölvunni þinni er með „settings" eða „preferences", þá hefur hinn hlutlægi heimur einnig stillingar. Og í dag er hin vestræna veröld stillt inn á afstæðishyggju, trúleysi og…
Unchained Melody - Ballad Maximus
Righteous Brothers - Unchained MelodyHvað er hægt að segja? Hér er um að ræða stærstu ballöðu hins vestræna heims. Lag sem hættir ekki að rísa.
Spanið er gríðarlegt. Hér er stiginn rússneskur ballet í bland við amerískan…
Marquee Moon - Glorhungur í myrkur og norp
Television - Marquee Moon
Þá er það East-Village Fokkjú baugasnilld í boði ameríska frumpönksins. Undir nálinni er Television. Önnur eins leðurjakka tyggjó slumma hefur aldrei verið tekin upp eins og fyrsta platan með þessu…
Númeró 200
Fílun í lok þáttar: The Zombies - This Will Be Our Year
Í tilefni af 200. þætti Fílalags fer Sandra Barilli með okkur í ferðalag um lendur fílanna. Viðkomustaðir eru ýmis skemmtileg atvik úr sögu þáttanna þar sem dagsetningum…