VILTU STYRKJA FÍLALAG?
Við erum búnir að stofna Patreon síðu þar sem þið getið tekið þátt í að fjármagna þættina. Við þurfum að borga fyrir hýsingu og lénið og eitthvað svona sjitt og það safnast saman þannig að það væri geggjað að fá smá hjálp frá Hjörðinni með það. Þið s.s. gerist áskrifendur á þessari Patreon síðu okkar og styrkið okkur um einhverja dollara á mánuði, lágmark $1 en það má vera meira ef þið eruð einstaklega fílunarþyrst.
Velkomin í veisluna
Kettir allra landsmanna sameinist, bröndóttir, gráir, möndlueygðir. Það er komið að Fílalag tveir komma núll. Endurræsing. Ný heimasíða, nýir styrktaraðilar á leiðinni, ný iTunes rás. Allt galleríið.
Hér má nostra…
Þunnur kelti á gjörir þakkir
White man overbite per minute. Van The Man er óumdeilanlegur heimsmeistari í því.
Að maður sem lítur út eins og einhver sem manni kæmi ekkert á óvart að mæta í Öskjuhlíðinni í rykfrakka að banka einn út geti skilað svona…
Þegar Prellinn sarð sal
Af hverju er Tupelodrullan kallaður konungur rokksins?
Exhibit A: Þegar Prellinn sarð sal.
Sjáiði skepnuna. Þetta er vorið 70 í Vegas. Þarna er dýrið að ljúka við fyrsta veturinn af sjóvunum sínum í Vegas. Þetta er sirka…
Flugvirkinn sem varð að soultrúbador í The Big Black Smoke
Bill Withers og co. í London ’72 í Old Grey Whistle Test. Setjum okkur aðeins í þeirra spor. Þeir, eins og langflestir ameríkanar þá (og nú) hafa sjaldan eða aldrei ferðast út fyrir BNA. Þarna eru þeir komnir í The Big Black…
Carreysullið
Hér gefur að líta eina skærustu stjörnu Kanada, Jim Carrey, gera grín að annarri kanadískri stjörnu (sem skein að vísu ekki mjög lengi), Snow.
Grín Carreys er basic spoof á lagið Informer, sem var eitt vinsælasta lag ársins…
Havel og The Glimmer Twins
Sjáið þessa mynd. Þetta er örugglega eina myndin sem er til af Mick og Keith þar sem þeir eru starstruck. Ekki vegna þess að þeir eru að hitta Berry-inn sinn eða The Queen of England. Nei nei. Það er Václav Havel sem out-swagar…
Drottning sálar í Amsterdam
Drottning Sálarinnar matreiddi finger-lickin' good cajun KÁSSU úr hráefni frá færibanda-hitmaking neglumeistarann Carol King haustið '67. Gjörvöll heimsbyggðin lá í valnum með kjötsvima á toxic leveli, búin að losa um beltið…
Alheimssturtan - Óðurinn til gleðinnar: Gestófíll Jóhann Alfreð
Ludwig van Beethoven - Óðurinn til gleðinnar
Gestófíll: Jóhann Alfreð Kristinsson
Það sem lagt hefur verið á álfuna. Fyrst voru það kóngarnir, púðraðir, grimmir og graðir. Blóðið bunaði. Svo voru það byltingarsinnarnir,…
I'm Sleeping My Day Away - Einbeittur brotavilji
D.A.D. - I'm Sleeping My Day Away
Sporðdreki hríslast eftir maga á konu með mjótt mitti. Þurrt eyðimerkurlandslag. Smokkar. Rauður Winston á náttborði. Hríslandi kögur á ljótum leðurjakka.
Danir í húsbát súpa á náttúruvíni.…
Dreams - Málaðu veggina með trönuberjasultu
Cranberries - Dreams
Ungt fólk í yfirgefnum vöruhúsum. Dýna á gólfi. Bjór. Fússball borð. Kona í hippakjól keyrir belgvíðan gulan leigubíl yfir hvít, spíssuð úthverfagrindverk. Hlátur. Þau eru mætt og þau mála og…
Sunday Mornin' Comin' Down - Loðinn óður til þynnku
Kris Kristofferson - Sunday Morning Coming Down
Aldrei í veraldarsögunni hefur verið jafn viðeigandi að vera þunnur eftir áfengisdrykkju en í Nashville 1970. Famboðið af steiktum kjúkling til að borða og teppalögðum stigum…
Cry Me a River - Leyfðu mér að fljóta á kanó á stórfljóti tára þinna
Justin Timberlake - Cry Me a RiverGestófíll: Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas
Hann ólst í Mikka Mús klúbbnum, missti nánast sveindóminn með svörtu eyrun á hausnum og dansaði sinn stengjabrúðudans á stjörnutorgi heimsins.…
Superstar - Hvítar tennur, brúnt leður
Carpenters - Superstar
Trésmiðurinn brúnast í sólinni. Leðurólar Jésú-sandalanna herpast um svitastorkna ökkla. Það húmar að. Raðmorðingjamyrkur skellur á.
Vaktmaður Golfklúbbsins er skorinn á háls.
Það er há-sjöa.…
Born in the U.S.A. - Kældur, vaggandi skrokkur í BNA
Bruce Springsteen - Born in the U.S.A.
Levis 501. Nestisbox úr stáli. M16 hríðskotariffill. Eldar loga. Miskunnsami samverjinn kveikir sér í sígarettu og askar ofan á fólkið í ræsinu. Samverjinn ryður sér inn í neðanjarðarlest…
Love is a losing game - Djúpsteiktur loftsteinn af himnum
Amy Winehouse - Love is a Losing Game
Hún varð aldrei gömul. Samt var rödd hennar djúp og vitur. Djass-þjáning úr fimmunni, soul-titringur úr sexunni. Sígarettur að brenna út í öskubökkum í spilasölum rússneskra olígarka,…
Stanslaust stuð - Glimmer á lifrapylsu
Páll Óskar - Stanslaust stuð
Þá kom loksins að því. Páll Óskar, maður fólksins, var fílaður í strimla frammi fyrir lýðnum. Ekkert passar betur fyrir Palla-fílun en múgur og margmenni. Músík Páls Óskars er músík fólksins.…
Týpískt - Ironic
Alanis Morissette - Ironic
Ottawa. Sleðaferð. Þreföld ógn. Flannel. Cadillac Eldorado. Gleðin er endalaus. Kakó í lokin.
Atlantis týndist. Alanis líka. Hún var gerð að níugríninu. Kanadíski go-2 brandarinn. En nú rís…
Only Shallow - Háheiðinn, þjóðsögulegur en iðnvæddur rafmulningur
My Bloody Valentine - Only Shallow
Ímyndið ykkur ef að innan í jörðinni sjálfri væri stórt tómarúm. Það væri hægt að taka lyftu niður fleiri þúsund kílamótra og í kjarna sjálfrar jarðarinnar væri stór hvelfing.…
Bitter Sweet Symphony - Að fasa út sársaukann
The Verve - Bitter Sweet Symphony
Eitt stærsta lag allra tíma. 1997. Manchester-drjólar að gefa hann góðan. Stórir leðurjakkar. Alkólíseraðir tónlistarblaðamenn, skrjáfandi þunnir, skrifandi og túlkandi. Há-britpop. Allt…