Roar – Kona öskrar

Katy Perry – Roar

Úr valdamesta landinu, farsælasta ríkinu, undan menningarheimi útbreiddustu trúarbragðanna, með öguðustu aðferðafræðinni, stendur hún á alstærsta sviðinu.

Og öskrar!

Katy Perry er ein sú allra stærsta undanfarinna áratuga. Hún á 100 milljónir fylgjenda á Twitter, 100 milljónir á Insta. Urrið hennar er með þrjá milljarða spilana á YouTube. Og hún hefur klárað sérhvert verkefni, kramið hindranir, brætt hjörtu og farið sína leið. Við fílum.

Fílalag
Fílalag
Roar - Kona öskrar
/