VILTU STYRKJA FÍLALAG?
Við erum búnir að stofna Patreon síðu þar sem þið getið tekið þátt í að fjármagna þættina. Við þurfum að borga fyrir hýsingu og lénið og eitthvað svona sjitt og það safnast saman þannig að það væri geggjað að fá smá hjálp frá Hjörðinni með það. Þið s.s. gerist áskrifendur á þessari Patreon síðu okkar og styrkið okkur um einhverja dollara á mánuði, lágmark $1 en það má vera meira ef þið eruð einstaklega fílunarþyrst.
Velkomin í veisluna
Kettir allra landsmanna sameinist, bröndóttir, gráir, möndlueygðir. Það er komið að Fílalag tveir komma núll. Endurræsing. Ný heimasíða, nýir styrktaraðilar á leiðinni, ný iTunes rás. Allt galleríið.
Hér má nostra…
Þunnur kelti á gjörir þakkir
White man overbite per minute. Van The Man er óumdeilanlegur heimsmeistari í því.
Að maður sem lítur út eins og einhver sem manni kæmi ekkert á óvart að mæta í Öskjuhlíðinni í rykfrakka að banka einn út geti skilað svona…
Þegar Prellinn sarð sal
Af hverju er Tupelodrullan kallaður konungur rokksins?
Exhibit A: Þegar Prellinn sarð sal.
Sjáiði skepnuna. Þetta er vorið 70 í Vegas. Þarna er dýrið að ljúka við fyrsta veturinn af sjóvunum sínum í Vegas. Þetta er sirka…
Flugvirkinn sem varð að soultrúbador í The Big Black Smoke
Bill Withers og co. í London ’72 í Old Grey Whistle Test. Setjum okkur aðeins í þeirra spor. Þeir, eins og langflestir ameríkanar þá (og nú) hafa sjaldan eða aldrei ferðast út fyrir BNA. Þarna eru þeir komnir í The Big Black…
Carreysullið
Hér gefur að líta eina skærustu stjörnu Kanada, Jim Carrey, gera grín að annarri kanadískri stjörnu (sem skein að vísu ekki mjög lengi), Snow.
Grín Carreys er basic spoof á lagið Informer, sem var eitt vinsælasta lag ársins…
Havel og The Glimmer Twins
Sjáið þessa mynd. Þetta er örugglega eina myndin sem er til af Mick og Keith þar sem þeir eru starstruck. Ekki vegna þess að þeir eru að hitta Berry-inn sinn eða The Queen of England. Nei nei. Það er Václav Havel sem out-swagar…
Drottning sálar í Amsterdam
Drottning Sálarinnar matreiddi finger-lickin' good cajun KÁSSU úr hráefni frá færibanda-hitmaking neglumeistarann Carol King haustið '67. Gjörvöll heimsbyggðin lá í valnum með kjötsvima á toxic leveli, búin að losa um beltið…
End Of The World - Dramatískt, loðið, hættulegt
Aphrodite's Child - End of the World
Í fyrsta skipti í Fílalag er það grískt. Og grískt skal það vera með allri þeirri hnausþykku drjúpandi olíu sem því fylgir. Aphrodite's Child er hugsanlega frægasta rokksveit sem komið…
Some Velvet Morning - Poseidon og leðurstígvélakvendið
Nú er það áferð. Lagið sem fílað er í dag
hefur sömu áferð og ef feldur af jarðíkorna væri tekinn, honum dýft ofan í
stamp fullan af hunangi sem staðsettur væri í gufubaði og hann svo strengdur
upp milli tveggja kaktusa…
West End Girls - Brakandi sigur
Pet Shop Boys - West End GirlsÞað brakar í poppkorni. Það heyrist til dæmis afar skýrt í bíósölum rétt áður en kvikmyndin hefst. Fátt einkennir popp meira en brökun. Það er því mjög viðeigandi að hitt fyrirbærið sem…
Get it on - Að gefa hann góðann
T.Rex - Get it On
Útvíðar buxur. Fílingur. Allt er stemning. Að dansa við jólatréð er stemning. Að láta renna í bað er stemning. Allir eru sætir, allir eru skítugir. Vínylplatan hefur djúpar rákir. Jarðskjálfti…
Tætum og tryllum - Stemning allra landsmanna
Stuðmenn - Tætum og tryllum
Leggjum á borð. Það er 1975. Það er þjóðvegur. Það er ökutæki. Það er fólk um borð.
Það er stemning.
Hið mikla íslenska vegalag er fílað í dag. Og skaparar þess, sjálfir Stuðmenn,…
Every Breath You Take - Dúnmjúkt eltihrella síris
The Police - Every Breath You Take
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Wikipedia er hér um að ræða mest spilaða lag allra tíma. Takk fyrir. Kannski ekki útilokað enda líður ekki sá dagur á léttbylgjum hins vestræna heims að…
David - Stinnur kattaþófi
GusGus - DavidBagettulitað hold. Frönsk retrófútúrísk hraðlest. Þunnur maður með þýska nýbylgju á VHS undir hendinni. Klapparstígurinn í íslenskum september úða. Steppur Rússlands. Kampavín. Sunnudagsskóli. Lamadýr. Strandsalt…
Virtual Insanity - Að dansa sig frá vandræðum
Jamiroquai - Virtual Insanity
Varúð, varúð! Framundan er fílun á flíspeysuslagara. Inka gullið er fundið. Fönk-fnykinn leggur yfir allan bæinn. Peningalykt.
Það er Jay Kay. Það er frumbyggja-djamm. Það er íslenskt…
Anyone Who Had A Heart - Dimmblátt stræti 20. aldar
Úr gullkistu FílalagsAnyone Who Had a Heart - Dusty Springfield
New York. Djass. Dýpt. Tuttugasta öldin. Gulir belgvíðir leigubílar fljóta um strætin. Farþegar sökkva í plussið. Slaki í öxlum. Nagandi ótti í brjóstum.Flygill…
That's Amore - Hreindýrahorn á húddinu
Dean Martin - That's Amore
Hann er mættur. Húðin glansar eins og Miðjarðarhafið á sumareftirmiðdegi, tennurnar skína eins og ítölsku alparnir. Hann er fullur, hann er stemmdur, hann er Dino Paul Crocetti, öðru nafni Dean Martin.
Það…
Stop! In The Name Of Love - Stopp! Stöðvaðu!
The Supremes - Stop! In The Name of Love
Hættu öllu sem þú ert að gera. Hættu að hugsa það sem þú varst að hugsa. Nú er komið að stórvirkum vinnuvélum. Upp með hendur, niður með brækur, hættu að svindla ef þú vilt…
Glugginn - Frumdagar kúlsins
Flowers - Glugginn
Gestófíll: Teitur Magnússon
Fílalag grefur í gullkistu sína að þessu sinni og töfrar fram eina af sínum fyrstu fílunum. Um er að ræða fílun á Glugganum með Flowers. Lagið er samið af Rúnari Gunnarssyni…