Stanslaust stuð – Glimmer á lifrapylsu

Páll Óskar – Stanslaust stuð

Þá kom loksins að því. Páll Óskar, maður fólksins, var fílaður í strimla frammi fyrir lýðnum. Ekkert passar betur fyrir Palla-fílun en múgur og margmenni. Músík Páls Óskars er músík fólksins. Sá Íslendingur sem ekki hefur maukfílað Palla er með ruslafötu í stað hjarta.

Palli breytti Íslandi. Hann setti glimmer á lifrapylsuna. Ef ekki væri fyrir hann þá væri Ísland fábreytilegra, fordómafyllra og leiðinlegra. Við værum öll fátækari.

Í þættinum er farið hratt yfir sögu en þó af miklum ákafa. Ferill Palla er langur og þar er margt býsna óvænt að finna. Svo er athyglinni beint að laginu góða og hinu íslenska “stuði”, sem er margslungið og merkilegt fyrirbæri.

Fílalag
Fílalag
Stanslaust stuð - Glimmer á lifrapylsu
/