Virtual Insanity – Að dansa sig frá vandræðum

Jamiroquai – Virtual Insanity

Varúð, varúð! Framundan er fílun á flíspeysuslagara. Inka gullið er fundið. Fönk-fnykinn leggur yfir allan bæinn. Peningalykt. 

Það er Jay Kay. Það er frumbyggja-djamm. Það er íslenskt panilklætt útilegudjamm. Takið skrykkdans í svefnpokum ykkar og luftgítarið ykkur í drasl með flugnaspöðum. 

Nú skal fílað. Nú skal papparazzi lemjandi sportbíla götustrákurinn krufinn og kannað hvar Camden Bretinn keypti meskalín-teið. Það er komið að því! Jamiroquai gjörið svo vel!

Virtual Insanity – Að dansa sig frá vandræðum
Fílalag

 
 
00:00 / 01:03:26
 
1X