VILTU STYRKJA FÍLALAG?
Við erum búnir að stofna Patreon síðu þar sem þið getið tekið þátt í að fjármagna þættina. Við þurfum að borga fyrir hýsingu og lénið og eitthvað svona sjitt og það safnast saman þannig að það væri geggjað að fá smá hjálp frá Hjörðinni með það. Þið s.s. gerist áskrifendur á þessari Patreon síðu okkar og styrkið okkur um einhverja dollara á mánuði, lágmark $1 en það má vera meira ef þið eruð einstaklega fílunarþyrst.

Velkomin í veisluna
Kettir allra landsmanna sameinist, bröndóttir, gráir, möndlueygðir. Það er komið að Fílalag tveir komma núll. Endurræsing. Ný heimasíða, nýir styrktaraðilar á leiðinni, ný iTunes rás. Allt galleríið.
Hér má nostra…

Þunnur kelti á gjörir þakkir
White man overbite per minute. Van The Man er óumdeilanlegur heimsmeistari í því.
Að maður sem lítur út eins og einhver sem manni kæmi ekkert á óvart að mæta í Öskjuhlíðinni í rykfrakka að banka einn út geti skilað svona…

Þegar Prellinn sarð sal
Af hverju er Tupelodrullan kallaður konungur rokksins?
Exhibit A: Þegar Prellinn sarð sal.
Sjáiði skepnuna. Þetta er vorið 70 í Vegas. Þarna er dýrið að ljúka við fyrsta veturinn af sjóvunum sínum í Vegas. Þetta er sirka…

Flugvirkinn sem varð að soultrúbador í The Big Black Smoke
Bill Withers og co. í London ’72 í Old Grey Whistle Test. Setjum okkur aðeins í þeirra spor. Þeir, eins og langflestir ameríkanar þá (og nú) hafa sjaldan eða aldrei ferðast út fyrir BNA. Þarna eru þeir komnir í The Big Black…

Carreysullið
Hér gefur að líta eina skærustu stjörnu Kanada, Jim Carrey, gera grín að annarri kanadískri stjörnu (sem skein að vísu ekki mjög lengi), Snow.
Grín Carreys er basic spoof á lagið Informer, sem var eitt vinsælasta lag ársins…

Havel og The Glimmer Twins
Sjáið þessa mynd. Þetta er örugglega eina myndin sem er til af Mick og Keith þar sem þeir eru starstruck. Ekki vegna þess að þeir eru að hitta Berry-inn sinn eða The Queen of England. Nei nei. Það er Václav Havel sem out-swagar…

Drottning sálar í Amsterdam
Drottning Sálarinnar matreiddi finger-lickin' good cajun KÁSSU úr hráefni frá færibanda-hitmaking neglumeistarann Carol King haustið '67. Gjörvöll heimsbyggðin lá í valnum með kjötsvima á toxic leveli, búin að losa um beltið…

Easy - Eðlur. Tunnur. Easy.
Kjöt hægeldast. Svitadropar merlast á pensilstrokuyfirvaraskeggjum. Afró gljáir. Það eru allir
góðir. Þetta er easy.
Alabama-kóngar í Los Angeles. Sólrík sjöa. Allt í gangi. Fílunarstig: hátt. Rauð viðvörun. Sérhver…

Re-Sepp-Ten : „Fuck You Danmark"
VM-Holdet & Dodo - Re-Sepp-Ten: Vi er røde, vi er hvide
Það ríkti mikil eftirvænting þegar Danir gáfu út stemningslag vegna þátttöku sinnar á HM í fótbolta í Mexíkó árið 1986. Lagið, sem heitir Re-Sepp-Ten, en gengur…

Annie's Song - Sumarbúðir, reipist gler, myrkur tærleikans
Ýmislegt má veiða upp úr sjöunni, enda er hún djúp og gárug eins og seiðpottur frumskaparans. Í dag er ausan að vísu ekki látin síga niður á botn heldur er froðan úr efsta lagi veidd ofan í skál og krufin til hlítar af munnkirtlum…

Mr. Tambourine Man - Vogun vinnur
Ekkert er jafn síkópatískt, en að sama skapi gaman, eins og að leggja vandlega á borð fyrir sjálfan sig. Bjóða sjálfum sér í mat. Dúkaleggja, draga fram silfrið og postulínið og hægelda stóran grís með epli í kjaftinum.…

Wake Up - Micro-brewery kynslóðin vaknar
Arcade Fire koma frá Kanada. Að vísu er tæplega tveggja metra hái söngvarinn Win Butler amerískur mormóni sem fór til Montreal til að stúdera trúarbragðafræði og dró síðar bróðir sinn með í bandið. En restin er kanadískt…

Oh, Pretty Woman - Rjómafyllt kirsuber vafið inn í slaufu
(Úr glatkistu Fílalags. Þátturinn fór upprunalega í loftið 14. ágúst 2014)
Myndir af innhverfa óperettu-sólgleraugna kúrekanum Roy Orbison eru tattúveraðar á margar rasskinnar víðsvegar um heiminn, og ekki að ástæðulausu.…

Sunny way - Kjallarinn á Þórscafé
Gestófíll: Ari Eldjárn
Það er febrúar 1974. Við erum stödd í iðnaðarhverfi austan megin við Hlemm í Reykjavík. Hrafn kroppar í prins póló umbúðir upp við fölgráan ljósastaur sem lýsir dapri flúorskímu yfir miskunnarlaust…

Nothing Compares 2 U - Grátið á bekk í París, grátið í Vestmannaeyjum. Grátið.
Það er komið að því. Fjólubláa fönkmaskínan er undir fóninum. Sex-naggurinn. Meiri brennsa. Minni sóda. This is it. Prince Rogers Nelson.
En ekki bara það. Þetta er tvíhleypa. Ekkert jafnast á við það. Berskjöldunar-bjútíið…

Box of Rain - Sviti. Heimspeki. Fílgúdd. Hass. Paranoja. Kynlíf. Dauði. Stemning.
Kafloðin handabök skoppa upp og niður á hljómborði. Sýra merlast í heilahvelum. Djúpsteikingarfita hjúpar innanverð vélindu. Grateful Dead eru í hljóðverinu. Veröldin er kamelgul. Meðvitund, svefn og dauði. Allt eru þetta…

Look on Down from the Bridge - Eftirpartí, korter í hrylling, fegurð, skaðræði
X-kynslóðin færði okkur meira en gröns og perlandi e-pillu-svita. X-arar höfðu líka á sér fágaðari hliðar, eins og gengur. Á árunum í kringum 1990 var til dæmis Kalifornía full af af berfættum rokkabillí-neó-hippum. Og þvílík…

Hey Jude - Bítlað yfir sig
Samfélagið er uppfullt af fólki með Bítlana á heilanum. Fólk sem þylur upp nöfnin á hljóðversplötunum í tíma og ótíma, les þykka bítladoðranta og yfirstúderar Bítlana. Svo er líka til fólk sem hreinlega bítlar yfir sig,…

Streets of Philadelphia - Ljóðrænt Casio-mix sem mokar inn peningum og tárum
Það er komið að Steina, Bruce Springsteen, í þriðja sinn hjá Fílalag. Nú er það níu-steini sem er tekinn fyrir. Hann er með kleinuhringjaskegg, barta og líka rokkabillí hár. Mikið í gangi, samt í tilvistarkreppu. Hollywood…