Say it ain’t so – Normcore krakkar þurfa að kæla sig

„Menn eru eitthvað að tala um normcore í dag eins og það sé hin ultimate hipstera-kaldhæðni. Að klæða sig í kakí-buxur og hvíta strigaskó úr Hagkaup og drekka Egils Gull og ropa í aftursætinu á Volkswagen Golf. Eins og það sé prógressívt artistict statement. Jú jú. Kaldhæðnin er ekki meiri en svo að þetta er aumt carbon copy af því sem var masterað fyrir 20 árum síðan,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags þar sem Biblía millistéttarrokksins er opnuð í fílun á laginu Say it Ain’t So með Weezer.

„Það sem við erum að ræða um hér er X-kynslóðin með allri sinni anti-peacock sálfræði. Það var bannað að vera þaninn og sperrtur á þessum tíma. Málið snérist um að halda kúli, vera neikvæður og tala um hvað lífið væri ömurlegt,“ segir Snorri Helgason og bætir við að Weezer með sinni einföldu antagonist fagurfræði sé kjarninn í 90’s rokkinu.

„Hvað erum við að tala um hérna? Weezer. Bláa albúmið. Fjórir gaurar með slappar hárgreiðslur rocking it out með fjórum chords í bassa gítar trommu setöppi. Hlutir verða ekki mikið nær kjarnanum,“ segir Bergur Ebbi. „Svo er það þessi dude-menning og daddy issue backdroppið. Þetta er pizzaveisla frá Jóni Bakan, VHS í tækinu og öllum bekknum boðið. Case closed,“ bætir Snorri við.

Þess má geta að þessi þáttur Fílalags er tileinkaður Patreki Ísak Ólafssyni sem sendi þættinum bréf og bað sérstaklega um að fílað yrði lag af Bláu plötu Weezers því það væri fyrsta platan sem hann stalst til að hlusta á hjá stóra bróður sínum. Það er nákvæmlega það sem góð lagafílun snýst um; að stelast í kámugan CD hjá stóra bróður og opna dyr inn í heim rokkfílunar. Say it Ain’t So. Þetta er handa þér Patti.

Fílalag
Fílalag
Say it ain't so - Normcore krakkar þurfa að kæla sig
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply