Hefnófíl

Fílalag bauð Hefnendunum Hugleiki og Jóhanni Ævari í þátt sinn. Hefnendurnir yfirtóku þáttinn með nördamennsku sinni og fóru að rífast um endurgerðir á kanadískum unglingasápuóperum en loks hófst lagafílun.

Hugleikur fílaði lag úr 40 ára gamalli breskri kvikmynd þar sem söngkonan flengir sig í rassinn á meðan hún syngur serenöðu til lögreglufulltrúa sem þjáist af vélindabakflæði. Jóhann Ævar kom með kassettu með Bon Jovi lagi úr Young Guns II sem allir viðstaddir maukfíluðu.

Bergur Ebbi reyndi að ganga í augun á nördunum og stakk upp á fílun á lagi úr myndinni Color of Money en breytti svo um kúrs og fílaði klúbbastandardinn Temptation með New Order úr Trainspotting.

Snorri sló svo botninn í þetta og lét öllum viðstöddum líða illa með því að spila lag úr the Deerhunter. Tár voru felld, lög voru fíluð.

Þá skal það tekið fram að Hefnendurnir fóru á KFC beint eftir upptökur þáttarins. Bergur Ebbi fór í gufubað. Snorri fór heim og lagði sig.

Fílalag
Fílalag
Hefnófíl
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply