White Rabbit – Nærðu huga þinn

Jefferson Airplane – White Rabbit

San Francisco 1967. Reipi undir smásjánni. Rannsóknarlögreglumenn frá FBI með hlerunarbúnað í hvítum sendiferðarbílum. Drullugir hippar. Satan stutt frá.

Maður í skyrtu með víðum 19. aldar ermum siglir niður Thames, sér sefið, sér froskana, lirfurnar. Hann gleypir flugu.

Nett tign í sírisi. Frændi Charlie Chaplin loðnari en fjallagórilla. Fimm hundruð þúsund krakkar með opna huga. Þyrlur sveimandi.

Þetta gerðist allt. Nærðu huga þinn og steinfílaðu.

Fílalag
Fílalag
White Rabbit - Nærðu huga þinn
/