That’s Amore – Hreindýrahorn á húddinu

Dean Martin – That’s Amore

Hann er mættur. Húðin glansar eins og Miðjarðarhafið á sumareftirmiðdegi, tennurnar skína eins og ítölsku alparnir. Hann er fullur, hann er stemmdur, hann er Dino Paul Crocetti, öðru nafni Dean Martin.

Það er allt stórt við Dean Martin. Stór augu, stórt nef, stórt enni, stórt hár, stór munnur, stór haka, stór kinnbein, stórar axlir, stórar augabrúnir. Samt var hann nettur!

Þrjár eiginkonur, fjórir garðyrkjumenn, átta börn, sundlaug, pabbi fullur, hreindýr á húddinu.

Ástin er mótstæðilegt baunapasta. Lífið er dásamlegt.

Fílið. Slefið.

Fílalag
Fílalag
That's Amore - Hreindýrahorn á húddinu
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply