Man In The Mirror – Poppið og konungur þess

Shamone. Fílalag stendur á tímamótum. Allt hefur verið gert. Konungur rokksins hefur verið fílaður. Glamrokk prinsinn hefur verið fílaður. Stjórinn hefur verið fílaður. Margir hafa verið tilnefndir. Flestir hafa verið maukfílaðir. En nú er komið að aðalréttinum: konungi poppsins.

Við erum að tala um hanskakanslarann, sjálfan Michael Jackson, konung popp músíkur. Það verður ekki ráðist í neitt obscurity heldur farið beint í eitt af hans stærstu smellum: The Man in the Mirror af Bad frá 1987. Það er óþarfi að finna upp hjólið. Michael Jackson er kyrrahaf poppmenningar. Það er af nógu að taka. Það skiptir engu máli hvert maður siglir. Það er allstaðar hafsjór.

Þegar rætt er um popp þá þarf að ræða um Michael Jackson og þegar rætt er um Michael Jackson þá þarf að ræða ýmislegt annað. Þetta er allt rætt í fílalag í dag. Þetta er allt koverað. Hér er hann borin á borð. Allt í senn hrár og meyr, eins og hann kemur af kúnni, Gary Indiana höfðinginn Michael Jackson.

Fílalag
Fílalag
Man In The Mirror - Poppið og konungur þess
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply