Trans Europe Express – Stunde Null

Klæðið ykkur í vönduð ullarjakkaföt frá Brinchsler & Söhne. Skiptið um koparþræði AKG heyrnartólanna. Setjist í fagurgerðan móderniskan stól úr þýsku geitarleðri. Í dag verður Fílalag á elitista-slóðum.

Kraftwerk er fílað í dag. Sjálft orkuverið frá Düsseldorf. Líklega ein frægasta hljómsveit Þýskalands og ein áhrifamesta poppsveit sögunnar. Áhrifin ná langt út fyrir heim raftónlistar. Áhrif Krafwerk eru fyrst og fremst stílfræðileg.

Líklega hafa fáar hljómsveitir tekið fagurfræði jafn alvarlega og Kraftwerk. Roxy Music má frölla sér. Michael Jackson þorði ekki að stíga inn í móðuna. Kraftwerk fóru hins vegar alla leið og það má segja að þegar líða tók á 8. áratuginn hafi hljómsveitin verið orðin svo conceptual að meðlimirnir voru byrjaðir að breytast í hreinar hugmyndir.

Hlustið þá á þáttinn til að heyra betri útskýringar á því sérstaka poppfræðilega fyrirbæri sem Kraftwerk er. Hér verður farið í ferðalag um meginlandið. Helstu áningarstaðir eru Schnillenstadt, Beautenstein og Gummeladenbad.

Upp er runnin grunn stund.

Fílalag
Fílalag
Trans Europe Express - Stunde Null
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply