Summer of ’69 – Þrír menn hafa bitið af sér neðri vörina við að heyra þetta

„Fyrir nokkrum árum fóru menn að tala um konseptið „denim-on-denim“ í merkingunni að klæðast gallabuxum og gallajakka og fóðra sig alveg með denim. Þetta er alveg gott og blessað og fínt að hipsterar hafi fundið svona krúttlegt nafn fyrir þetta en þetta er líka soldið pínlegt því þetta konsept hefur verið kallað „kanadísk kjólföt“ um áratugaskeið,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags þar sem kanadíski kraftballöðukóngurinn Bryan Adams er fílaður í drasl.

Lagið sem fílað verður í dag er nostalgíu-hamarinn „Summer of 69“ sem Adams gaf út á plötunni „Reckless“ árið 1984. „Þetta lag bjó eiginlega til nýtt genre í rokkheiminum. Þetta lag er sérstaklega samið til að vera fílað af 30 ára plús karlmönnum með white man overbite,“ segir Snorri Helgason og bendir á að fyrirbærið sé útskýrt betur í þættinum. „Þetta gengur í stuttu máli út á að menn smella efri tanngóminum yfir neðri vörina og japla á henni.“

„Þrír menn hafa bitið af sér neðri vörina við að heyra þetta lag. Það er staðreynd,“ bætir Bergur Ebbi við og segir að menn eigi helst að klæða sig í ljósþvegnar gallabuxur áður en þátturinn er settur af stað. „Rifnar gallabuxur koma og fara í tískuheiminum en maður getur stólað á að rámi Vancouver bóndinn lætur ekki nappa sig í neinu öðru en hæfilega snjáðum Levi’s 501 þar sem hann hamrar power-chorda á exina sína frammi fyrir stadium mannhöfum í emergent markets,“ bætir Snorri Helgason við. „Við erum að kovera Summer of 69 í þessum þætti sem er augljóslega ekki tilvísun í neitt flower power heldur greddu-infuced hot sticky British Columbia lost year,“ segir hann og fær hroll við tilhugsunina.

Þið getið hlustað á þáttinn hér. En passið ykkur því það er hægt að meiða sig á þessu lagi því það fílast svo vel.

Fílalag
Fílalag
Summer of '69 - Þrír menn hafa bitið af sér neðri vörina við að heyra þetta
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply