Freedom – Frelsun

Fílalag tekur í dag til umfjöllunar lag sem má ekki gleymast. Það er frá þeim tíma þegar fólk gekk um í leðurjökkum yfir gallajakka, borðaði Jón Bakan pizzur og leið þannig í gegnum íslensku súldina og krafðist einskis meir.

Lagið kom út á hápunkti 90s hippie-revival tímans. Þegar stelpurnar voru í mussum með peace-merki og síðhærðir strákarnir með brúna hassmola í sellófani í þykkum seðlaveskjum. Lífið var samt ekkert endilega neinn bjúddari, það var engin San Fransisco stemning í Hafnarfirðinum. En það var til Hammond-orgel og í höfðinu gekk fólk um með hugmyndir um frelsið. Stundum er það nóg.

Meira um þetta í þætti dagsins.

Fílalag
Fílalag
Freedom - Frelsun
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply