(Don’t Fear) The Reaper – Dasað, ráðvillt, daður við dauðann

Sjöan tók Guðmund og Geirfinn og Íslendingar eru enn ráðvilltir um hvað gerðist. Hvernig gátu tveir ungir karlmenn horfið inn í myrkrið? En í Bandaríkjunum var sjöan eins og ryksuga og ungmennin hurfu í stórum stíl eins og enginn væri morgundagurinn.

Amerísk sjöa: Krakkar að stíga yfir í móðuna, krakkar að láta sig gossa.

Blue Öyster Cult voru gítarklæddu hirðingjarnir. Einskonar ameríkaníseruð útgáfa af Black Sabbath eða Zeppelin, þó blíðari og oggulítið væmnari. En þeir döðruðu við myrkrið – kannski meira en böndin sem þau líktust. Og líklega hvergi meira en í sínum allra stærsta hittara: Don’t Fear the Reaper.

Ekki hræðast sláttumanninn. Ekki hræðast dauðann. Taktu í hönd mína. Deyjum saman. Sungu rokkdelarnir undir dáleiðandi kúabjöllu-greddu og unglingarnir fylgdu í humátt á eftir og fjölmargir gengu myrkrinu á hönd.

Í dag er þetta gullbylgjumoli eða síðasta lag fyrir fréttir á Rás 2. Ekkert stress. En að baki þessu liggur þungi sjöunnar, og það eru ekki lítil þyngsli. Þyngsli amerískrar sjöu eru mögulega mestu þyngsli sögunnar. Ekki hræðast sláttumanninn.

Fílalag
Fílalag
(Don't Fear) The Reaper - Dasað, ráðvillt, daður við dauðann
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply