Daniel – Teppalagning úr Sjöunni

Grafið er í fílabeinskistuna og gullmoli sóttur. Umfjöllun um eina torræðustu teppalagningu allra tíma. Daniel. Lagið fjallar um Víetnam-hermann, þó það komi hvergi fram í textanum. Textinn er raunar mjög undarlegur – enda vissi Elton John lítið um hvað textinn átti að þýða. Sú er raunar oft raunin með Elton John, en eins og flestir vita eru textarnir hans samdir af Bernie Taupin.

Daniel er svo löðrandi Sjöað. Hér er djúp motta, pluss-þykk. Myrkrið er allsráðandi en það er mjúkt. Öllu er svo haldið saman með suðrænum takti, þó ekki sólríkum.

Fílið þetta með okkur. Fílið, börn, fílið!

 

Fílalag
Fílalag
Daniel - Teppalagning úr Sjöunni
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply