West End Girls – Brakandi sigur

Pet Shop Boys – West End Girls
Það brakar í poppkorni. Það heyrist til dæmis afar skýrt í bíósölum rétt áður en kvikmyndin hefst. Fátt einkennir popp meira en brökun. Það er því mjög viðeigandi að hitt fyrirbærið sem einnig gengur undir nafninu popp, popptónlist, er einnig andlag brökunar. Segja má að því meira sem braki í popptónlistinni, því meira popp sé hún.
Og þvílíkt sem það brakaði þegar ferill breska monstersins Pet Shop Boys fór í gang. Vúff. Þetta dúó, sem átti eftir að enda með að selja meira en 100 milljón platna, er léttsaltaður popp-unaður og innan skamms hefst bíómynd á tjaldinu. Og hún er ekki af verri endanum: þungur, noir-rykfrakka Bogart klumpur.
Það eru nefnilega líka þyngsli í þessu. Til að popp verði klassískt (sem það verður í raun frekar sjaldan) þá þarf að vera eitthvað meira í gangi. Og það er svo sannarlega raunin hjá gæludýrabúðastrákunum. Hér er farið yfir þetta allt. Þyngslin, mótífin, stemninguna en umfram allt sigurinn. Happy Pride. Pet Shop Boys. Gjörið svo vel!

Fílalag
Fílalag
West End Girls - Brakandi sigur
/