You’ll Never Walk Alone – Gangráður heimsbyggðar

Músík er sameinandi afl sem spyr hvorki um stétt né stöðu. Þetta eru væmin orð, en þó alveg sönn. Jafnvel hörðustu rokkarar koma heim af djamminu og sjá endursýningu á Mamma Mia á bíórásinni og skæla ofan í leðurjakka sína.
Lagið sem fílað er í dag er upphaflega úr söngleik – mjög væmnum Broadway-söngleik – en það er í dag fílað af hörðustu iðnaðarmönnum. Líklega er ekkert lag hummað jafn angurvært í Smiðjuhverfinu í Kópavogi og einmitt þetta lag.
Já. Það hitti heiminn í hartastað. Það hefur verið sungið í kommúnum, kirkjum og á fótboltavöllum (og ekki bara hjá aðdáendum Liverpool). Verum vinir, verum glöð, hvar í flokki sem við stöndum og sama með hverjum við höldum. Föðmum náunga okkar, þrýstum brjósti hans að okkar þannig að sómasamlokan í vasa hans springur í plasti sínu. Og öskrum saman Smiðjuhverfis-sálminn. Lífið er sársauki, en við finnum hann öll saman.
Fílalag
Fílalag
You'll Never Walk Alone - Gangráður heimsbyggðar
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply