Wichita Lineman – Axlir. Kjálkar. Leitin að kjarnanum

Stærstu kjálkar bandarískrar tónlistarsögu eru teknir fyrir í Fílalag í dag. Glen Campbell. Maðurinn sem gaf okkur softkántrí slagara eins og Rhinestone Cowboy gaf okkur líka lagið sem fílað er í dag.

Wichita Lineman.

Lagið dregur nafn sitt af borginni Wichita í suðurhluta Kansas. Ef kort af Bandaríkjunum er skoðað sést að Wichita er því sem næst í landinu miðju. Wichita er kjarninn. Maður getur varla verið lengra frá sjó í Norður-Ameríku. Í Wichita fékk Trump mörg atkvæði.

Farið er yfir kjarna Bandaríkjanna í þætti dagsins í dag. Svo svífum við inn í draumalandið með kjálkameistaranum Glen Campbell og lagi hans um símvirkjann frá Wichita.

Wichita Lineman – Axlir. Kjálkar. Leitin að kjarnanum
Fílalag

 
 
00:00 / 00:58:51
 
1X
 
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply