Vanishing act – Við skolt meistarans

Fílabeinskistan – FílalagGull™

Lou Reed – Vanishing Act

Lou Reed syngur svo nálægt hljóðnemanum í þessu lagi að maður finnur leðurkeimaða andremmuna. Og maður fílar það. Það er eins og að vera staddur við skolt meistarans að hlýða á það undravirki sem lagið Vanishing Act er.

Um er að ræða Rás 1 gúmmelaði fyrir lengra komna. Lag af plötunni “The Raven” frá 2003. Rúmlega sextugur Reed, pirraður, þungur en smekklegur. Lokalag allra lokalaga. Lag um það að kveðja.

Lou Reed var þekktur fyrir að gefa hann þurrann. Allt frá sílfrandi lampasturtum Velvet Underground til dempaðs trommusándsins í seventís sólódótinu. Lou Reed var brak-meistarinn. Leðurjakki, kamel og kaffi. Og auðvitað endaði hann á einu brakandi þurru.

En tárin eru vot.

Fílalag gramsaði djúpt í fílabeinskistuna eftir þessari 2015 skyldufílun.

Fílið.

Fílalag
Fílalag
Vanishing act - Við skolt meistarans
/