Try A Little Tenderness – Ofnbökuð lagkaka

Fílalag höndlar afar þungan hníf í þætti dagsins. „Try a Little Tenderness“ er einn helsti soul-slagari allra tíma, var meðal annars einkennislag kvikmyndarinnar The Commitments sem ærði ungmenni um allan heim í upphafi 10. áratugarins.

En lagið á sér langa sögu og var meðal annars flutt af Frank Sinatra árið 1946 og er því gerð góð skil í þætti dagsins.

Síðar var það flutt af soul-söngvaranum Otis Reading. Hann tók lagið upp ásamt hljómsveit sinni Booker T & the M.G.’s í ofnbakaðri stemningu í Memphis 1966 og er það líklega frægasta útgáfa lagsins. Hafi einhverntíman verið ástæða til að fíla lag þá er það þessi negla Reading’s.

Að lokum fáum við svo kirsuber ofan á rjómatertuna og hlýðum á íslensku útgáfu lagsins sem ber nafnið Söknuður og var flutt af akureyrsku soul-hljómsveitinni Rooftops.Hér er þykkasta lagterta Fílalags fram til þessa. „Try a Little Tenderness“ eða „Mátaðu þig við mýktina“ eins og það er oft kallað.

Gjörið svo vel.

Fílalag
Fílalag
Try A Little Tenderness - Ofnbökuð lagkaka
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply