Sveitin milli sanda – Lokasenan
Það er varla til íslenskara lag en Sveitin milli sanda. Samt er lagið framandi. Það minnir á dollara-vestra. Eða japanskt geishu-partí. Eða Miami kalypsó-sitdown.
Í Sveitinni mætast menningarheimar. Einnig tímaheimar. Þetta lag tónskáldsins Magnúsar Blöndal Jóhannsonar er tímalaust. Ekki skemmir svo fyrir að ástsælasta söngkona Íslands söng það. Það er söngur eddunnar, álfkonunnar eða bara sjálfrar náttúrunnar.
Lagið gæti verið lokasena í síðustu bíómynd sem framleidd verður af mannkyninu.
Ef þið fílið ekki Sveitina milli sanda þá mætir sýslumaður heim til ykkar og tekur af ykkur vegabréfið.
/
RSS Feed
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!