Stand By Me – Konungleg upplifun
Ben E. King – Stand By Me
Viltu vera konungur, en finnst of mikið vesen að gera uppreisn og drepa gamla kónginn? Viltu vera konungur en veist ekkert um pólitík eða hernað og hreinlega nennir ekki að klæða þig í purpurarauða skikkju og setja upp kórónu? Það er allt í lagi. Því þú getur orðið konungur með því að gera eftirfarandi:
Borðaðu uppáhalds matinn þinn og Royal búðing í eftirrétt. Sestu í hægindastól inn í stofu heima hjá þér og fáðu kött upp í til þín. Vertu í þægilegum inniskóm. Settu teppi yfir fætur þínar. Settu svo á þig venjuleg yfir-eyru-snúru heyrnartól. Ekkert bluetooth rugl eða sound-cancellation kjaftæði. Bara klassísk stofuheyrnartól sem hylja eyrun.
Settu svo Stand By Me á fóninn og konungsríkið er þitt.
/
RSS Feed