Re-Sepp-Ten : „Fuck You Danmark”

VM-Holdet & Dodo – Re-Sepp-Ten: Vi er røde, vi er hvide

Það ríkti mikil eftirvænting þegar Danir gáfu út stemningslag vegna þátttöku sinnar á HM í fótbolta í Mexíkó árið 1986. Lagið, sem heitir Re-Sepp-Ten, en gengur oftar undir nafni undirtitils síns, Vi er røde, vi er hvide, er þrusugott. Fólk er enn að syngja það. Það eru jafnvel til japanskar kover-útgáfur af þessu lagi.

En hér er það að sjálfsögðu frumútgáfan er er fíluð í strimla. Raunar er lagið fílað niður í slíkar öreindir að úr verður áhugaverð kjörnun á því hvaða þýðingu þátttaka á stórmótum hefur fyrir litlar þjóðir. Svo tekur fílunin furðulega stefnu, sem endar á orðunum: „Fuck You Danmark”. Því hver þarf Danmörku þegar Ísland er á leiðinni á HM?

En hvers vegna þá að fíla Vi er røde, vi er hvide? Jú, vegna þess að við getum það, við megum það og við bara fílum það.

Fílalag
Fílalag
Re-Sepp-Ten : „Fuck You Danmark"
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply